Vondafone brýtur á barni? Jóhann Björnsson skrifar 18. september 2008 09:05 Á neytendasíðu Dr. Gunna í Fréttablaðinu 11. september s.l. segi ég frá samskiptum Vodafone við 15 ára ungling og hvernig fyrirtækið sendir frá sér villandi auglýsingu í sms skilaboði og nýtir sér þannig trúgirni og reynsluleysi unglings. Forsaga málsins er sú að þann 3. ágúst s.l. keypti sonur minn 15 ára gamall sér símatilboð hjá Vodafone sem gekk út á það að hann gat hringt í fimm vini sína ókeypis í einn mánuð og síðan átti inneignin að gilda í sex mánuði. Um það leyti sem tilboðsmánuðurinn er að renna út og sonur minn er farinn að huga að því að hann getur ekki lengur hringt frítt í fimm vini sína berast sms skilaboð í síma hans frá Vodafone sem hljóða svo: "Skítt með sumarið! Sumartilboði okkar 5 vinum hefur verið framlengt til 31 okt. Hringdu fríkeypis í 5 vini óháð kerfi. Lifðu núna,Vodfone." Hvað segja þessi skilaboð unglingi sem ekki hefur reynslu af markaðssetningu fyrirtækja og þeim blekkingarleikjum sem þar eru stundaðir? Honum datt ekki annað í hug en hann mætti halda áfram að hringja í fimm vini sína til 31. október, eða allavega stóð ekkert annað í skilaboðunum. Hann heldur síðan áfram að hringja í vini sína í þeirri trú að hann geri það frítt eftir að hafa fengið umrætt skeyti frá Vodafone, þar til hann tekur eftir því að inneignin er allt í einu búin. Í skilaboðinu er ekki tekið fram að hann þurfi að gera eithvað til þess að geta hringt áfram í vini sína frítt. Hinsvegar hefði hann átt að greiða 1000 kr til þess að tilboðið gilti til 31. október (og 1000 kr er ekki frítt). Ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því að Vodafone taldi ekki ástæðu til að geta þess í skilaboðinu. Lesendur geta reynt að leysa þann leyndardóm. Dr Gunni ber málið undir Björn Víglundsson hjá Vodafone sem sér alls ekkert athugavert við að jafn óljóst sms skilaboð sé sent til unglings auk þess sem hann reynir að bjarga eigin heiðri með því að segja drenginn hafa verið búinn að nýta tilboðið í sex mánuði. Þar leggst Björn svo lágt að ljúga upp á 15 ára visðskiptavin en tilboðið var keypt þann 3. ágúst eins og áður segir en ekki fyrir túmum sex mánuðum eins og Björn heldur fram í Fréttablaðinu. Nú er alls ekki ætlun mín að Vodafone bæti fyrir villandi skilaboð og það fjárhagstjón sem drengurinn varð fyrir, heldur vil ég fyrst og fremst vekja athygli á þeim siðferðilegu álitamálum sem um ræðir í markaðssetningu til unglinga í þeim tilgangi að að hvetja fyrirtæki að misnota ekki reynsluleysi og trúgirni ungs fólks eins og Vodafone gerir klárlega í þessu tilviki. Í siðareglum Sambands íslenskra auglýsingastofa segir m.a.: "Í auglýsingum skal ekki misnota hina eðlilegu trúgirni barna né reynsluskort...."(13. grein) Það er því alveg skýrt eftir hvaða reglum á að vinna þegar auglýst er. En það er fleira sem Vodafone verður að taka afstöðu til áður en send eru óskýr tilboð til barna: - Er rétt að senda tilboð til barna og unglinga án þess að forráðamenn fái af því vitneskju? - Er rétt að tilgreina ekki þann kostnað sem viðskiptavinur þarf að leggja í til að taka tilboði? - Ber fyrirtækjum í markaðssókn sinni siðferðileg skylda til að beita öðrum aðferðum þegar börn og unglingar eiga í hlut heldur en þegar um fullorðna er að ræða? - Er rétt að gera ráð fyrir því að börn og unglingar geri sér grein fyrir öllum skilmálum samninga sem finna má einhversstaðar annarsstaðar heldur en í þeirri auglýsingu sem viðkomandi fær? Ljóst er að af umræddu máli er full ástæða til að hvetja til virkrar umræðu um siðferði viðskiptalífsins, ekki síst með tilliti til hagsmuna barna og unglinga. Það er því hér með skorað á umboðsmann barna að stofna til málþings hið fyrsta þar sem rætt yrði um siðferði, auglýsingar og börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á neytendasíðu Dr. Gunna í Fréttablaðinu 11. september s.l. segi ég frá samskiptum Vodafone við 15 ára ungling og hvernig fyrirtækið sendir frá sér villandi auglýsingu í sms skilaboði og nýtir sér þannig trúgirni og reynsluleysi unglings. Forsaga málsins er sú að þann 3. ágúst s.l. keypti sonur minn 15 ára gamall sér símatilboð hjá Vodafone sem gekk út á það að hann gat hringt í fimm vini sína ókeypis í einn mánuð og síðan átti inneignin að gilda í sex mánuði. Um það leyti sem tilboðsmánuðurinn er að renna út og sonur minn er farinn að huga að því að hann getur ekki lengur hringt frítt í fimm vini sína berast sms skilaboð í síma hans frá Vodafone sem hljóða svo: "Skítt með sumarið! Sumartilboði okkar 5 vinum hefur verið framlengt til 31 okt. Hringdu fríkeypis í 5 vini óháð kerfi. Lifðu núna,Vodfone." Hvað segja þessi skilaboð unglingi sem ekki hefur reynslu af markaðssetningu fyrirtækja og þeim blekkingarleikjum sem þar eru stundaðir? Honum datt ekki annað í hug en hann mætti halda áfram að hringja í fimm vini sína til 31. október, eða allavega stóð ekkert annað í skilaboðunum. Hann heldur síðan áfram að hringja í vini sína í þeirri trú að hann geri það frítt eftir að hafa fengið umrætt skeyti frá Vodafone, þar til hann tekur eftir því að inneignin er allt í einu búin. Í skilaboðinu er ekki tekið fram að hann þurfi að gera eithvað til þess að geta hringt áfram í vini sína frítt. Hinsvegar hefði hann átt að greiða 1000 kr til þess að tilboðið gilti til 31. október (og 1000 kr er ekki frítt). Ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því að Vodafone taldi ekki ástæðu til að geta þess í skilaboðinu. Lesendur geta reynt að leysa þann leyndardóm. Dr Gunni ber málið undir Björn Víglundsson hjá Vodafone sem sér alls ekkert athugavert við að jafn óljóst sms skilaboð sé sent til unglings auk þess sem hann reynir að bjarga eigin heiðri með því að segja drenginn hafa verið búinn að nýta tilboðið í sex mánuði. Þar leggst Björn svo lágt að ljúga upp á 15 ára visðskiptavin en tilboðið var keypt þann 3. ágúst eins og áður segir en ekki fyrir túmum sex mánuðum eins og Björn heldur fram í Fréttablaðinu. Nú er alls ekki ætlun mín að Vodafone bæti fyrir villandi skilaboð og það fjárhagstjón sem drengurinn varð fyrir, heldur vil ég fyrst og fremst vekja athygli á þeim siðferðilegu álitamálum sem um ræðir í markaðssetningu til unglinga í þeim tilgangi að að hvetja fyrirtæki að misnota ekki reynsluleysi og trúgirni ungs fólks eins og Vodafone gerir klárlega í þessu tilviki. Í siðareglum Sambands íslenskra auglýsingastofa segir m.a.: "Í auglýsingum skal ekki misnota hina eðlilegu trúgirni barna né reynsluskort...."(13. grein) Það er því alveg skýrt eftir hvaða reglum á að vinna þegar auglýst er. En það er fleira sem Vodafone verður að taka afstöðu til áður en send eru óskýr tilboð til barna: - Er rétt að senda tilboð til barna og unglinga án þess að forráðamenn fái af því vitneskju? - Er rétt að tilgreina ekki þann kostnað sem viðskiptavinur þarf að leggja í til að taka tilboði? - Ber fyrirtækjum í markaðssókn sinni siðferðileg skylda til að beita öðrum aðferðum þegar börn og unglingar eiga í hlut heldur en þegar um fullorðna er að ræða? - Er rétt að gera ráð fyrir því að börn og unglingar geri sér grein fyrir öllum skilmálum samninga sem finna má einhversstaðar annarsstaðar heldur en í þeirri auglýsingu sem viðkomandi fær? Ljóst er að af umræddu máli er full ástæða til að hvetja til virkrar umræðu um siðferði viðskiptalífsins, ekki síst með tilliti til hagsmuna barna og unglinga. Það er því hér með skorað á umboðsmann barna að stofna til málþings hið fyrsta þar sem rætt yrði um siðferði, auglýsingar og börn.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar