Innlent

Meintir Selfossbrennuvargar sáust forða sér hjólandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Björgvin Eggertsson.
Björgvin Eggertsson. MYND/Björgvin Eggertsson

„Það brunnu þarna þúsund fermetrar, 0,1 hektari," sagði Björgvin Örn Eggertsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss, um sinubruna sem þar varð nú undir kvöldið.

„Það eru þarna einhverjir þrír peyjar grunaðir. Strákar á reiðhjólum sáust hjóla þarna alveg undir drep í burtu. Einn úr stjórninni [skógræktarfélagsins] var bara að horfa út um gluggann heima hjá sér og sér þá. Hann lítur þá upp eftir og sér reyk þar," sagði Björgvin enn fremur. Grunaðir brennuvargar hafa ekki fundist enn sem komið er.

„Þetta fór betur en á horfðist og það var bara fyrir þær sakir hvað þetta sást snemma og hvað lögregla og slökkvilið voru snögg á staðinn," sagði Björgvin. Hann sagði ekki mörg tré hafa orðið eldinum að bráð og tjón hlypi ekki nema ef til vill á nokkrum tugum þúsunda. „Það er alltaf tjón þegar plöntur brenna, þetta voru kannski 30 - 40 plöntur og við sjáum ekki enn þá hvort þær ná sér eða ekki."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×