Verkfall ljósmæðra að veruleika á miðvikudag 1. september 2008 16:21 Verkfall ljósmæðra verður að veruleika eftir að fundur þeirra með samninganefnd ríkisins í dag reyndist árangurslaus. Fundurinn hófst klukkan tvö og lauk um klukkustund síðar og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtudag. „Við erum því miður í þeim aðstæðum að skipuleggja verkfallsaðgerðir," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður samþykktu í ágúst með yfirgnæfandi stuðningi að boða til verkfallsaðgerða nú í september til að knýja á um betri kjör. Fyrsta verkfallið skellur á á miðnætti á miðvikudag og stendur í tvo sólarhringa. Í kjölfarið taka við stigmagnandi verkföll sem enda í allsherjarverkfalli 29. september ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að skerða töluvert þjónustu á fæðingardeildum en Guðlaug segist ekki vita hversu margar ljósmæður leggi niður störf á miðnætti á miðvikudag. Krafa ljósmæðra er sem fyrr að fá menntun sína metna til launa í samræmi við sambærilegar stéttir sem starfa hjá ríkinu. Deilt er um svokallaða undanþágulista vegna neyðarþjónustu sem eru listar yfir þær ljósmæður sem eru undanþegnar verkföllum. Guðlaug bendir á að listarnir séu 13 ára gamlir en ríkinu beri að uppfæra þá árlega til þess að standa vörð um neyðarþjónustu í landinu þegar stéttarfélög nota sín verkfallsrétt. „Ríkið hefur ekki hirt um að uppfæra lista í 13 ár og þar af leiðandi virt að vettugi þennan rétt stéttarfélaga til að fara í verkfall, störf ljósmæðra og öryggi skjólstæðinga þeirra," segir Guðlaug. Undanþága nær ekki til meðgöngudeildar og sónardeildar Samkvæmt túlkun Ljósmæðrafélagsins á undanþágulistunum er engin undanþága í gildi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar nái undanþága til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og tveggja sængurkvennadeilda og bráðadeilda á Landspítalanum en ekki til Hreiðursins, meðgöngudeildar og sónardeildar á sama spítala. Þá óskar félagið eftir upplýsingum um hvernig sjúkrahúsin á Akureyri, Ísafirði, Vestmannaeyjum og Akranesi, hyggist nýta undanþágu sína. Ljósmæðrafélagið leitaði álits Landlæknisembættisins vegna undanþágulistanna og túlkun félagsins á listunum. Var það mat Landlæknisembættisins að mjög brýnt væri að undanþágulistar heilbrigðisstétta endurspegluðu á hverjum tíma þá þörf sem nauðsynlegt væri að uppfylla til að tryggja öryggi sjúklinga. Bendir Landlæknisembættið á að við gerð undanþágulista þurfi ætíð að líta til þróunar í heilbrigðisþjónustunnar sem geti verið afar hröð og því ættu þeir að liggja fyrir á hverju ári. Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Verkfall ljósmæðra verður að veruleika eftir að fundur þeirra með samninganefnd ríkisins í dag reyndist árangurslaus. Fundurinn hófst klukkan tvö og lauk um klukkustund síðar og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtudag. „Við erum því miður í þeim aðstæðum að skipuleggja verkfallsaðgerðir," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður samþykktu í ágúst með yfirgnæfandi stuðningi að boða til verkfallsaðgerða nú í september til að knýja á um betri kjör. Fyrsta verkfallið skellur á á miðnætti á miðvikudag og stendur í tvo sólarhringa. Í kjölfarið taka við stigmagnandi verkföll sem enda í allsherjarverkfalli 29. september ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að skerða töluvert þjónustu á fæðingardeildum en Guðlaug segist ekki vita hversu margar ljósmæður leggi niður störf á miðnætti á miðvikudag. Krafa ljósmæðra er sem fyrr að fá menntun sína metna til launa í samræmi við sambærilegar stéttir sem starfa hjá ríkinu. Deilt er um svokallaða undanþágulista vegna neyðarþjónustu sem eru listar yfir þær ljósmæður sem eru undanþegnar verkföllum. Guðlaug bendir á að listarnir séu 13 ára gamlir en ríkinu beri að uppfæra þá árlega til þess að standa vörð um neyðarþjónustu í landinu þegar stéttarfélög nota sín verkfallsrétt. „Ríkið hefur ekki hirt um að uppfæra lista í 13 ár og þar af leiðandi virt að vettugi þennan rétt stéttarfélaga til að fara í verkfall, störf ljósmæðra og öryggi skjólstæðinga þeirra," segir Guðlaug. Undanþága nær ekki til meðgöngudeildar og sónardeildar Samkvæmt túlkun Ljósmæðrafélagsins á undanþágulistunum er engin undanþága í gildi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar nái undanþága til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og tveggja sængurkvennadeilda og bráðadeilda á Landspítalanum en ekki til Hreiðursins, meðgöngudeildar og sónardeildar á sama spítala. Þá óskar félagið eftir upplýsingum um hvernig sjúkrahúsin á Akureyri, Ísafirði, Vestmannaeyjum og Akranesi, hyggist nýta undanþágu sína. Ljósmæðrafélagið leitaði álits Landlæknisembættisins vegna undanþágulistanna og túlkun félagsins á listunum. Var það mat Landlæknisembættisins að mjög brýnt væri að undanþágulistar heilbrigðisstétta endurspegluðu á hverjum tíma þá þörf sem nauðsynlegt væri að uppfylla til að tryggja öryggi sjúklinga. Bendir Landlæknisembættið á að við gerð undanþágulista þurfi ætíð að líta til þróunar í heilbrigðisþjónustunnar sem geti verið afar hröð og því ættu þeir að liggja fyrir á hverju ári.
Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira