Erlent

Pútín ætlar að ráðast gegn verðbólgunni

MYND/AP

Vladímír Pútín sagðist í dag myndu ráðast gegn vaxandi verðbólgu í Rússlandi og að efnahagur Rússlands myndi innan nokkurra ára verða umfangsmeiri en Breta.

Pútín ávarpaði í dag Dúmuna, rússneska þingið, þar sem staðfesta átti skipun hans í embætti forsætisráðherra. Dmítri Medvedev, nýkjörinn forseti, hafði skipað hann til starfans. Staðfesting þingsins var þó í raun tæknilegs eðlis því flokkur Pútíns, Sameinað Rússland, hefur töglin og hagldirnar á rússneska þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×