Erlent

Stórfótur fær bætur frá Volvo

Maðurinn gat með engu móti stigið bensínið í botn á þessum glæsilega Volvo C70 Coupe.
Maðurinn gat með engu móti stigið bensínið í botn á þessum glæsilega Volvo C70 Coupe.

Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sænska bílaframleiðandann Volvo til að greiða manni bætur vegna þess að fætur hans pössuðu ekki á pedala bílsins hans. Dómarinn komst að því að Volvo ætti að sjá til þess að stjórntæki bílsins pössuðu manninum ellegar að endurgreiða honum fimm prósent af verði bílsins.

Þjóðverjinn, sem notar skó númer 47, fékk því greiðslu frá Volvo sem hann notaði til að láta sérsmíða á sig skó sem eru nægilega þunnir til að hann geti stigið á bensíngjöfina.

Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Volvo þarf framleiðandinn einnig að greiða manninum sérstaklega fyrir þann tíma sem það tekur hann að skipta um skó eftir hverja bílferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×