Innlent

800 misst vinnuna í hópuppsögnum

Samtals hafa 800 manns misst vinnuna í hópuppsögnum á árinu. Ellefur tilkynningar um hópuppsagnir hafa borist vinnumálastofnun frá áramótum þar af fimm frá því í byrjun síðasta mánaðar.

Í þessari viku tilkynnti Icelandair svo um uppsagnir 240 starfsmanna og hafa því um 800 manns misst vinnunna í hópuppsögnum það sem af er árinu.

Fulltrúar launþega hafa lýst yfir áhyggjum af þessari þróun. Í hagskýrslu ASÍ er því meðal annars spáð að atvinnuleysi verði orðið 3,6 prósent árið 2010. Atvinnuleysi mældist þó aðeins um eitt prósent í síðasta mánuði.

Rætt var um horfur á vinnumarkaði á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Geir Haarde sagði að það hefði alla tíð verið vitað að það yrði samdráttur í efnahagslílfinu á þessu ári. "Samdráttur þýðir að það verða færri störf í boði. Hins vegar hefur það gerst og það kom fram á ríkisstjórnarfundinum í morgun á minnisblaði sem félagsmálaráðherra lagði fyrir okkur að þessi samdráttur er miklu seinna á ferðinni en almennt hafði verið talið," sagði Geir.

Geir segir mikilvægt að vinnuaflsfrek starfsemi nái að skjóta rótum hér á landi á næstu árum til að koma í veg fyrir atvinnuleysi.

"...sem betur fer er ekkert alvarlegt atvinnuleysi að hefja hér innreið sína.við þurfum að standa vaktina og halda vöku okkar gagnvart því að koma í veg fyrir slíkt meðal ananrs þess vegna er það mikilvægt að vinnuaflsfrek starfsemi eins og núna er hafin í Helguvík nái að skjóta rótum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×