Innlent

Hringvegurinn um Öxnadal opnaður á ný eftir bílslys - fimm slasaðir

Hringvegurinn hefur verið opnaður á ný við Hraun í Öxnadal en loka varð veginum á sjötta tímanum vegna áreksturs tveggja bifreiðar.

Fimm voru í bifreiðunum tveimur og þurfti klippur til þess að ná einum farþeganum úr einni bifreiðinni.

Ekki er talið að nokkur hafi slasast lífshættulega, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri, en farið var með slasaða til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Nokkuð löng bílaröð myndaðist við slysstað enda fjölmargir á leið á Fiskidaginn mikla á Dalvík sem haldinn verður hátíðlegur á morgun.








Tengdar fréttir

Þjóðveginum lokað í Öxnadal

Þjóðvegurinn hefur verið lokaður í báðar áttir við Hraun í Öxnadal vegna bílslyss sem varð fyrir skömmu, samkvæmt upplýsingu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×