Innlent

Fótboltaáhugamenn í Borgarnesi styðja Ellu Dís

Breki Logason skrifar
Ella Dís
Ella Dís

„Við vorum nokkrir félagar að horfa á leikinn hérna á Hótel Hamri og lögðum smá pening undir á úrsltin. Það var enginn með réttar tölur þannig að ég stakk upp á því að potturinn færi til hennar," segir Jón G Ragnarsson fótboltaáhugamaður, borgnesingur og aðdáandi Tottenham númer eitt.

Félagarnir fylgdust með úrslitaleik Manchester United og Chelsea sem fyrrnefnda liðið sigraði eftir vítaspyrnukeppni. „Ég heyrði viðtal við móðurina í útvarpinu og stakk því upp á því að þetta færi til hennar, það var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum," segir Jón sem vonar að peningarnir nýtist mæðgunum vel.

„Þetta var nú ekki nema einhver tíu þúsund kall en það munar um allt," segir Jón sem var mjög ánægður með úrslitaleikinn þó hans menn í Tottenham hafi verið víðsfjarri.

„Okkar tími mun koma í þessu," segir Jón og hlær.

„Ég tippaði á 3:2 fyrir Chelsea en það gekk ekki eftir. Leikurinn var hinsvegar hörkuspennandi og þetta var mikil dramatík."

Ella Dís er tveggja ára stúlka sem Vísir hefur fjallað um undanfarið. Hún þjáist af hrörnuarsjúkdómi og ætlar móðir hennar nú með hana til Kína í stofnfrumumeðferð.

Hægt er að styrkja Ellu Dís með því að leggja inn á styrktarreikning. Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningur: 0525-15-020106

Kennitala: 020106-3870




Fleiri fréttir

Sjá meira


×