Innlent

Lést af áverkum af mannavöldum

Bráðabirgðaniðurstöður krufningar á líki mans, sem lést sumarbústað í Grímsnesi um helgina, benda ótvírætt til þess að hann hafi látist af áverkum sem hann hlaut af mannavöldum.

Fjórar manneskjur, tveir karlar og tvær konur, sitja nú í gærlsuvarðhaldi vegna rannsóknarinnar eftir úrskurði Hérðasdóms Suðurlands síðdegis í gær. Hinn látni var þar ásamt konunum tveimur og öðrum kalrmanninum sem eru í varðhaldi. Hinn karlmaðurinn var handtekinn í Reykjavík í gærdag.

Þar til bráðabirgðaniðurstaða krufningar lá fyrir í morgun gat allt eins verið að maðurinn hafi dáið af slysförum en nú er ljóst að svo var ekki. Engin játning liggur fyrir og atburðarrásin í sumarbústaðnum, þegar þetta gerðist, mun vera afar óljós eða jafnvel mótsagnarkennd. Fólkið sem situr í gæsluvarðhaldi er allt erlent en búsett hér á landi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×