Innlent

Bifhjólafólk í rannsókn og verður lagt inn

Fólkið sem lenti í vélhjólaslysi á Snæfellsnesi fyrr í dag er í rannsókn og verður lagt inn að sögn vakthafandi læknis á slysadeild. Frekari upplýsingar fengust ekki um meiðsl þeirra.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fólkið eftir að vélhjól þess fór út af veginum nærri Langholti í Staðarsveit. Fólkið var með meðvitund þegar lögreglu og sjúkralið bar að en engu að síður var ákveðið að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti það á Landspítalann til rannsóknar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×