Erlent

Rice reynir að blása lífi í friðarferlið að nýju

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er komin til Miðaustsurlanda enn eina ferðina, til þess að reyna að þoka friðarferlinu áleiðis.

Hún átti fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels í gærkvöldi og mun hitta Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna í dag.

Skilaboð hennar til Ísraela er að hætta að reisa hús á palestínskum landsvæðum og fjarlægja vegatálma á Vesturbakkanum. Palestínumenn vilja hún að taki hart á vígamönnum sem skjóta eldflaugum inn í Ísrael og gera þar árásir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×