Með þakklæti og handboltakveðju Guðmundur Ingvarsson og Ólafur Stefánsson skrifar 3. september 2008 05:15 Viðburðaríkasta vika í sögu handknattleiks á Íslandi er nú að baki. Landslið karla í handknattleik og stjórn HSÍ vilja með örfáum orðum þakka fyrir þá gríðarlegu samstöðu og stuðning sem við höfum fundið fyrir frá þjóðinni allri. Íþróttamenn eru ávallt stoltir af því að keppa undir merkjum Íslands og á Ólympíuleikum getur heilbrigt þjóðarstolt verið mikill drifkraftur til árangurs. Það var landsliðinu í handbolta mikils virði að finna stuðning forseta landsins og ráðherra íþróttamála á keppnisstað í Kína. Leikmenn leyfðu sér margir að túlka það sem táknræna nærveru þjóðarinnar allrar, enda sá liðið jákvæðni í hverju horni, eins og landsmenn þekkja. Landslið karla í handknattleik hefur áður fundið meðbyr hjá þjóðinni en líklega aldrei eins sterkt og á þessum leikum. Þegar kom að því að taka á móti silfurverðlaunum var það stór stund fyrir leikmenn og hópinn allan. En þær mögnuðu móttökur sem liðið fékk, þegar íslenska þjóðin fagnaði heimkomunni, tóku öllu fram sem þessi hópur hefur áður upplifað. Ráðherra íþróttamála lofaði okkur góðum móttökum þegar heim kæmi, en engan okkar óraði fyrir því að hún og hennar ráðuneyti, ásamt borgaryfirvöldum, gætu skipulagt heila „þjóðhátíð" með svo skömmum fyrirvara. Handboltalandsliðið og handknattleikshreyfingin vilja láta í ljós þakklæti fyrir stuðninginn, móttökurnar og þá jákvæðu strauma sem við höfum fundið. Sá fjárhagslegi styrkur sem nú berst handboltanum í landinu, gefur auk þess von um fleiri þjóðhátíðir í framtíðinni. Íslensk þjóð er að læra að láta ekkert „bíb" skemma einbeitinguna og einblínir þess í stað á jákvæðni og metnaðarfull markmið. Takk fyrir okkur - og áfram Ísland. Guðmundur Ingvarsson er formaður HSÍ. Ólafur Stefánsson er fyrirliði landsliðs karla í handknattleik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Viðburðaríkasta vika í sögu handknattleiks á Íslandi er nú að baki. Landslið karla í handknattleik og stjórn HSÍ vilja með örfáum orðum þakka fyrir þá gríðarlegu samstöðu og stuðning sem við höfum fundið fyrir frá þjóðinni allri. Íþróttamenn eru ávallt stoltir af því að keppa undir merkjum Íslands og á Ólympíuleikum getur heilbrigt þjóðarstolt verið mikill drifkraftur til árangurs. Það var landsliðinu í handbolta mikils virði að finna stuðning forseta landsins og ráðherra íþróttamála á keppnisstað í Kína. Leikmenn leyfðu sér margir að túlka það sem táknræna nærveru þjóðarinnar allrar, enda sá liðið jákvæðni í hverju horni, eins og landsmenn þekkja. Landslið karla í handknattleik hefur áður fundið meðbyr hjá þjóðinni en líklega aldrei eins sterkt og á þessum leikum. Þegar kom að því að taka á móti silfurverðlaunum var það stór stund fyrir leikmenn og hópinn allan. En þær mögnuðu móttökur sem liðið fékk, þegar íslenska þjóðin fagnaði heimkomunni, tóku öllu fram sem þessi hópur hefur áður upplifað. Ráðherra íþróttamála lofaði okkur góðum móttökum þegar heim kæmi, en engan okkar óraði fyrir því að hún og hennar ráðuneyti, ásamt borgaryfirvöldum, gætu skipulagt heila „þjóðhátíð" með svo skömmum fyrirvara. Handboltalandsliðið og handknattleikshreyfingin vilja láta í ljós þakklæti fyrir stuðninginn, móttökurnar og þá jákvæðu strauma sem við höfum fundið. Sá fjárhagslegi styrkur sem nú berst handboltanum í landinu, gefur auk þess von um fleiri þjóðhátíðir í framtíðinni. Íslensk þjóð er að læra að láta ekkert „bíb" skemma einbeitinguna og einblínir þess í stað á jákvæðni og metnaðarfull markmið. Takk fyrir okkur - og áfram Ísland. Guðmundur Ingvarsson er formaður HSÍ. Ólafur Stefánsson er fyrirliði landsliðs karla í handknattleik.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar