Erlent

Byssumaðurinn í London átti í vandræðum með áfengi

Lögreglan sat um manninn í 5 klukkustundir í gær. Myndin tengist fréttinni ekki beint
Lögreglan sat um manninn í 5 klukkustundir í gær. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Byssumaðurinn sem skotinn var til bana eftir fimm tíma umsátur í vesturhluta London í gærkvöldi var 32 ára gamall lögfræðingur að nafni Mark Saunders. Vinir lögfræðingsins segja hann hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Síðustu skilaboð hans til eiginkonunnar voru að hann elskaði hana afar heitt.

Maðurinn lést eftir að lögreglan réðst inn í íbúð sem hann hélt til í og lést hann af skotsárum. Þá hafði umsátursástand verið á svæðinu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum í átt að íbúð nágranna og einnig að lögreglunni.

Mark var virtur lögfræðingur á einni stærstu lögfræðistofu Lundúnarborgar en átta mánaða hjónaband hans og eiginkonunnar var að þrotum komið, vegna hegðunar hans sem rekja má til mikillar drykkju.

Eiginkonan sem einnig var lögfræðingur og Mark bjuggu í sitthvoru lagi upp undanfarið en hann skildi eftir bréf rétt áður en hann lést þar sem kom fram að hann elskaði hana mjög heitt.

„Hann var mjög elskulegur og viðkunnanlegur maður, en hann átti við nokkur vandamál að stríða sem hann réð ekki við," sagði einn vinur hjónanna við Times Online í dag.

„Hann elskaði hana mjög mikið en hafði ekki stjórn á hinni ást sinni, sem var rauðvín og viskí, alla daga," sagði vinurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×