Erlent

Berlusconi kallar Frattini heim frá Brussel í ríkisstjórn sína

MYND/AP

Silvio Berlusconi hefur myndað ríkisstjórn með flokkum á miðjunni og hægri væng stjórnmálanna á Ítalíu eftir sigur flokkabandalags hans í kosningum í apríl.

Ríkisstjórnin sver embættiseið á morgun og eins og búist hafði verið við fer Berlusconi fyrir henni. Franco Frattini, yfirmaður dómsmála hjá Evrópusambandsins, hefur verið kallaður heim og tekur hann við starfi utanríkisráðherra. Þá verður hinn umdeildi Umberto Bossi, leiðtogi Norðurbandalagsins, umbótaráðherra en flokkur hans rekur harða stefnu gegn innflytjendum. Embætti innanríkisráðherra fellur þeim flokki einnig í skaut.

Ríkisstjórn Berlusconis, sem er sú 62. sem mynduð er á Ítalíu eftir seinna stríð, bíður gríðarlega erfitt verk. Blása þarf lífi í efnahag landsins og einnig finna lausn á sorphirðumálum Napólí en ESB hefur ákveðið að draga ítölsk stjórnvöld fyrir Evrópudómstólinn vegna þess máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×