Erlent

Medvedev tekur við af Pútín

Dimitri Medvedev tekur við stjórnartaumunum úr hendi Vladimírs Pútín í dag þegar hann sver embættiseið sem þriðji forseti Rússlands frá lokum kalda stríðsins.

Athöfnin hófst klukkan átta og hefur tvöþúsund og sjöhundruð tignum gestum verið boðið. Medvedev er fjörutíu og tveggja ára tveggja barna faðir og hefur hingað til verið fremur óþekktur heima fyrir, og hvað þá erlendis.

Nú verður væntanlega breyting á þó margir spái því að skuggi Pútíns verði aldrei langt undan þar sem ákveðið hefur verið að hann taki við embætti forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×