Innlent

Verslun á Selfossi blómstrar í kjölfar jarðskjálftans

Verslun á Selfossi blómstrar sem aldrei fyrr í kjölfar Suðurlandsskjálftanna og hafa flatskjáir notið sérstakra vinsælda. Minnir ástandið á jólavertíðina og rúmlega það, að sögn Orra Smárasonar verslunarstjóra BT á Selfossi.

Mikið tjón varð á innbúi í Suðurlandsskjálftanum í síðasta mánuði og ljóst að íbúar á Selfossi og nágrenni hafa þurft að endurnýja töluvert stóran hluta búslóðarinnar. Það má því segja að jarðskjálftinn hafi verið ágætis innspýting fyrir verslunareigendur á Selfossi í miðri efnahagskreppunni.

Einnig er mikið um sölu á tölvum og tölvuskjám en fyrstu dagana eftir skjálftan voru það ryksugurnar sem seldust einna mest. Svipaða sögu er að segja af öðrum verslunareigendum, að sögn Orra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×