Innlent

Mikil ölvun og slagsmál á Hamingjudögum á Hólmavík

Eitthvað virðast gestir á Hamingjudögum sem nú standa yfir á Hólmavík hafa misskilið nafn hátíðarinnar því lögreglan hafði í nógu að snúast þar í gærkvöldi.

Mikil ölvun var á staðnum og töluvert um slagsmál. Að sögn lögreglunnar þurfti hún oft að leysa upp slagsmál, stía mönnum í sundur og stilla til friðar. Þá var nokkuð um að lögreglan keyrði ölvuðu fólki til síns heima. Engin alvarleg tilvik komu þó til kasta lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×