Logi sameinar gullbarka í jólaþætti 18. desember 2008 06:15 Sameinaðir gullbarkar. Feðgarnir Gissur Sigurðsson og Gissur Páll sameinast væntanlega ekki í dúett á föstudaginn í jólaþætti Loga Bergmanns. Logi Bergmann verður með óvenjulangan jólaþátt á föstudaginn. Þar verður boðið til mikillar tónlistarveislu og góða gesti ber að garði. Nægir þar að nefna Sprengjuhöllina, Stefán Hilmarsson og Baggalút. Athyglisverðasta „parið" verður þó án nokkurs vafa feðgarnir Gissur Sigurðsson fréttamaður og Gissur Páll stórtenór. Með sanni má segja að þeir séu báðir gullbarkar þótt raddir þeirra njóti sín á sitthvoru sviðinu; Gissur eldri með leðurþykka rödd sem grípur hlustendur Bylgjunnar í fréttatímum en Gissur yngri þenur heilu og hálfu óperurnar með sinni einstöku tenórrödd. Gissur fréttamaður velktist þó í vafa um hvort hann myndi taka lagið með stráknum, „Það yrði þá eitthvað algjört leyninúmer," segir Gissur og útskýrir að sennilega hafi strákurinn erft sönghæfileikana frá ömmu sinni í föðurætt. Hún hafi verið mikil söngmanneskja. Hæfileikarnir komi í það minnsta ekki frá honum. Gissur hefur reyndar reynt sig við söng, æfði öll lög Hauks Morhtens fyrir stuttmynd sem gerð var fyrir nokkru. „Ég fékk þjálfun og lærði öll lögin hans. En það var hætt við á síðustu stundu að nota mína rödd," útskýrir Gissur eldri. Sá yngri upplýsir að hann hafi aldrei heyrt pabba sinn syngja. Og leyfði sér stórlega efast um að af því yrði í jólaþætti Loga Bergmanns. „Það er samt aldrei að vita hvað Logi getur platað hann út í, það yrði þá kannski svona svipað og ef ég myndi lesa frétt," segir sá yngri. - fgg Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sjá meira
Logi Bergmann verður með óvenjulangan jólaþátt á föstudaginn. Þar verður boðið til mikillar tónlistarveislu og góða gesti ber að garði. Nægir þar að nefna Sprengjuhöllina, Stefán Hilmarsson og Baggalút. Athyglisverðasta „parið" verður þó án nokkurs vafa feðgarnir Gissur Sigurðsson fréttamaður og Gissur Páll stórtenór. Með sanni má segja að þeir séu báðir gullbarkar þótt raddir þeirra njóti sín á sitthvoru sviðinu; Gissur eldri með leðurþykka rödd sem grípur hlustendur Bylgjunnar í fréttatímum en Gissur yngri þenur heilu og hálfu óperurnar með sinni einstöku tenórrödd. Gissur fréttamaður velktist þó í vafa um hvort hann myndi taka lagið með stráknum, „Það yrði þá eitthvað algjört leyninúmer," segir Gissur og útskýrir að sennilega hafi strákurinn erft sönghæfileikana frá ömmu sinni í föðurætt. Hún hafi verið mikil söngmanneskja. Hæfileikarnir komi í það minnsta ekki frá honum. Gissur hefur reyndar reynt sig við söng, æfði öll lög Hauks Morhtens fyrir stuttmynd sem gerð var fyrir nokkru. „Ég fékk þjálfun og lærði öll lögin hans. En það var hætt við á síðustu stundu að nota mína rödd," útskýrir Gissur eldri. Sá yngri upplýsir að hann hafi aldrei heyrt pabba sinn syngja. Og leyfði sér stórlega efast um að af því yrði í jólaþætti Loga Bergmanns. „Það er samt aldrei að vita hvað Logi getur platað hann út í, það yrði þá kannski svona svipað og ef ég myndi lesa frétt," segir sá yngri. - fgg
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sjá meira