Innlent

Mannslát í sumarbústað: Hinir handteknu enn í haldi

Fólkið sem handtekið var í tengslum við mannslát í sumarbústað rétt fyrir utan Selfoss í gær er enn í haldi að sögn lögreglu. Um hálf níu leytið í gærmorgun hafði maður samband sem hafði komið að félaga sínum látnum í sumarbústað sem þeir gistu í ásamt tveimur konum. Lögregla og sjúkralið fóru á staðinn og var hann úrskurðaður látinn. Maðurinn er útlendingur en þrír samlandar hans voru handteknir á staðnum. Lögregla rannsakar nú málið og segir frekari frétta að vænta síðar í dag.

Þá voru tveir aðilar handteknir á Selfossi fyrir óspektir fyrir utan skemmtistað í bænum. Á Akureyri var nóttin nokkukð róleg þrátt fyrir að töluvert hefði verið af fólki í miðbænum. Tveir voru þó teknir fyrir meinta ölvun við akstur, en annar þeirra reyndi að stinga lögreglu af. Hann komst þó ekki langt og var handtekinn í kjölfarið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×