Innlent

Einn í gæsluvarðhald vegna mannsláts í sumarbústað

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28.nóvember vegna mannslát í sumarbústað í Grímsnesi í gær. Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur öðrum konum á staðnum. Lögregla fór einnig fram á að konurnar yrðu úrskurðaðar í gæsluvarðhald en dómari tók sér frest þar til síðar í dag til þess að kveða upp úrskurð varðandi þær.

Maðurinn dvaldi í bústaðnum ásamt þeim látna og konunum tveimur en þau eru öll útlendingar og þekkjast innbyrðis að því er lögregla telur.

Gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar kemur í kjölfar rannsóknar gærdagsins en niðurstöðu krufningsskýrslu er enn beðið.

Þá var fjórði maðurinn handtekinn í Reykjavík vegna mannslátsins síðdegis í gær. Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum verður einnig tekin síðar í dag.




Tengdar fréttir

Mannslát í sumarbústað: Hinir handteknu enn í haldi

Fólkið sem handtekið var í tengslum við mannslát í sumarbústað rétt fyrir utan Selfoss í gær er enn í haldi að sögn lögreglu. Um hálf níu leytið í gærmorgun hafði maður samband sem hafði komið að félaga sínum látnum í sumarbústað sem þeir gistu í ásamt tveimur konum. Lögregla og sjúkralið fóru á staðinn og var hann úrskurðaður látinn. Maðurinn er útlendingur en þrír samlandar hans voru handteknir á staðnum. Lögregla rannsakar nú málið og segir frekari frétta að vænta síðar í dag.

Rannsaka mannslát rétt fyrir utan Selfoss

Tilkynning um mannslát barst lögreglunni á Selfossi í morgun en nú fer fram vettvangsathugun. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að mannslát séu alltaf rannsökuðu hvort sem grunur um sakhæft athæfi sé eða ekki. Hann vill annars lítið gefa uppi um rannsóknina sem er í fullum gangi.

Maðurinn fannst látinn í sumarbústað

Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi vegna mannslát rétt fyrir utan bæinn kemur fram að rétt fyrir hálf níu í morgun hafi maður haft samband og sagst hafa komið að félaga sínum látnum í sumarbústað sem þeir gistu í ásamt tveimur konum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×