Erlent

Mannfall vegna flóða í Úkraínu

Frá flóðaasvæðum í Úkraínu. MYND/AFP
Frá flóðaasvæðum í Úkraínu. MYND/AFP

Undanfarið hefur rignt gríðarlega mikið í austanverðri Evrópu og er talið að minnsta kosti 22 hafi farist í Úkraínu vegna flóða.

Ríflega 40.000 heimili hafa verið yfirgefin í Úkraínu vegna ástandsins sem er verst í vesturhluta landsins. Embættismenn telja of snemmt að setja til um hveru mikið fjárhagslegt tjón veðurofsinn hefur valdið.

Í gær heimsótti Viktor Yushchenko, forseti Úkraínu, vesturhluta landsins, en áður höfðu stjórnvöld lýsti yfir neyðarástandi. Tugir borga og bæja hafa verið án rafmagns seinustu daga og þá hafa fjölmargar brýr og samgöngumannvirki eyðilagst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×