Innlent

Búið að gera sprengju óvirka

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gerðu sprengjuna sem fannst á nýbyggingarsvæði við HK-völlinn við Furugrund í Kópavogi fyrr í dag óvirka fyrir stundu og munu svo flytja hana á brott.

Um er að ræða 50 kílóa flugvélasprengja úr seinni heimsstyrjöldinni. Lögregla ákvað að rýma svæðið eftir að sprengjan fannst þegar verktaki var að grafa á byggingarsvæði á öðrum tímanum. Snælandsskóli er þar skammt frá og var ákveðið að rýma skólann í varúðarskyni. Foreldrar voru beðnir um að sækja börnin sín og laust eftir klukkan þrjú voru öll börn farin heim.

Þá er leikskóli ekki langt þar frá og voru börn þar einnig sótt.


Tengdar fréttir

„Ég mokaði þetta kvikindi upp“

„Ég mokaði þetta kvikindi upp,“ segir Karel Halldórsson, gröfumaðurinn sem gróf niður á sprengju í Fagralundi í Kópavoginum í dag. Hann segir að um sé að ræða um 60 sentimetra hlut sem líklega sé flugvélasprengja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×