Af loftslagskólnun 28. mars 2008 02:00 Harðæri er hafið, eignir að rýrna í verði, afraksturinn að minnka af erfiðinu. Vetrarhörkur í Ameríku, uppskeran rýrari og eldunarolían dýrari, greiðsluerfiðleikar og bankar á útsölu og hlutabréfin falla. Óbrigðull boðberi harðæris í aldanna rás sýnir nú enn einu sinni sitt ófrýna fés: Hækkandi verð á matvöru. Aðrar nauðsynjar og vörutegundir fylgja með; olían, hráefnin, gullið. Mönnum virðist alltaf koma þetta jafn mikið á óvart þó ekki sé í fyrsta sinn sem góðæri tekur enda. Í Kína hefur verið kaldasti vetur í heila öld og uppskeruútlitið slæmt. Búfjárfellir í tugþúsundavís og mannfellir í þúsundavís af kulda í Asíu. Kuldi á suðlægum breiddargráðum og í Vesturheimi. Hafið þið, lesendur góðir, heyrt að síðustu misserin hefur orðið hraðasta kólnun loftslags frá upphafi mælinga og meir en vegur upp alla hlýnun 20. aldar? Hafið þið heyrt að sú uggvænlega staða er komin upp að sólin er í lægð og gefur minni orku en áður? Og sem verra er, útlitið um að hlýni fljótt er ekki sérlega gott eftir helstu sólarmerkjum að dæma. Nei, það er ekki mikið verið að hampa þessum fréttum. Þær passa ekki inn í síbyljandi áróðurinn um hlýnun loftslags sem hefur verið ærandi í nærri tvo áratugi. Skjárinn færir okkur stöðugt voveiflegar fréttir: Stórflóð og stórviðri eru orðin tíðari (þeim fjölgar frekar þegar kólnar), þurrkar leggjast yfir stór landsvæði (sveiflur eins og áður). Golfstraumurinn er að beygja af leið (stærðargráðuskekkja). Norðurskautsísinn er að hverfa (sveiflur) og ísbirnir að deyja út (þeim fjölgar), Suðurskautsísinn er að brotna og bráðna (hann þykknar og þar kólnar). Síðustu ár voru þau hlýjustu síðan mælingar hófust (það var 1930-40). Hlýnunin er að útrýma dýrategundum og breiða út sjúkdóma (rangfærslur), mikil sjávarborðshækkun (engin breyting mælanleg). Það er ekki eingöngu við fjölmiðlana að sakast í þessu áróðursfári um hlýnun jarðar. Í fyrra sendi milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar frá sér skýrslu með enn einni hrakspánni um yfirvofandi ofhitnun, rökstudda með lélegum vísindum og skoðunum erindreka sem ekki eru vísindamenn. Nýlega sendi önnur Sameinuðu þjóða-nefndin frá sér yfirlýsingu um að þrjátíu jöklar væru að bráðna en ekkert var sagt frá því að fleiri eru að vaxa. Fyrir stuttu veitti Nóbelsnefndin í Ósló milliríkjanefndinni friðarverðlaunin þrátt fyrir að hún hafi notað falsanir og rangfærslur til að reka áróður fyrir Kýótó-samningnum, líklega versta hneyksli í sögu Nóbelsnefndarinnar. Hvað getur áróðurinn um loftslagshlýnunina haldið lengi áfram? Er ekki best að hætta við Kýótó-samninginn nú þegar menn vita að hann mun ekki hafa mælanleg áhrif á loftslag en er skaðlegur lífsgæðum jarðarbúa? Nei, greinilega ekki, nú er málið komið í tísku, almenningur trúir áróðrinum, vísindin eru útrædd! (Við Íslendingar könnumst við vinnubrögðin úr Alþjóða hvalveiðiráðinu). Forkólfar Kýótó-samningsins eru að undirbúa framlengingu hans og ætlast til að Ísland taki þátt. En nú þegar raunveruleikinn er að koma betur í ljós hljóta menn að yfirgefa þetta hringleikahús falsáróðursins sem „loftslagssamningarnir" eru, spurningin er hvort við höfum kjark til þess. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Harðæri er hafið, eignir að rýrna í verði, afraksturinn að minnka af erfiðinu. Vetrarhörkur í Ameríku, uppskeran rýrari og eldunarolían dýrari, greiðsluerfiðleikar og bankar á útsölu og hlutabréfin falla. Óbrigðull boðberi harðæris í aldanna rás sýnir nú enn einu sinni sitt ófrýna fés: Hækkandi verð á matvöru. Aðrar nauðsynjar og vörutegundir fylgja með; olían, hráefnin, gullið. Mönnum virðist alltaf koma þetta jafn mikið á óvart þó ekki sé í fyrsta sinn sem góðæri tekur enda. Í Kína hefur verið kaldasti vetur í heila öld og uppskeruútlitið slæmt. Búfjárfellir í tugþúsundavís og mannfellir í þúsundavís af kulda í Asíu. Kuldi á suðlægum breiddargráðum og í Vesturheimi. Hafið þið, lesendur góðir, heyrt að síðustu misserin hefur orðið hraðasta kólnun loftslags frá upphafi mælinga og meir en vegur upp alla hlýnun 20. aldar? Hafið þið heyrt að sú uggvænlega staða er komin upp að sólin er í lægð og gefur minni orku en áður? Og sem verra er, útlitið um að hlýni fljótt er ekki sérlega gott eftir helstu sólarmerkjum að dæma. Nei, það er ekki mikið verið að hampa þessum fréttum. Þær passa ekki inn í síbyljandi áróðurinn um hlýnun loftslags sem hefur verið ærandi í nærri tvo áratugi. Skjárinn færir okkur stöðugt voveiflegar fréttir: Stórflóð og stórviðri eru orðin tíðari (þeim fjölgar frekar þegar kólnar), þurrkar leggjast yfir stór landsvæði (sveiflur eins og áður). Golfstraumurinn er að beygja af leið (stærðargráðuskekkja). Norðurskautsísinn er að hverfa (sveiflur) og ísbirnir að deyja út (þeim fjölgar), Suðurskautsísinn er að brotna og bráðna (hann þykknar og þar kólnar). Síðustu ár voru þau hlýjustu síðan mælingar hófust (það var 1930-40). Hlýnunin er að útrýma dýrategundum og breiða út sjúkdóma (rangfærslur), mikil sjávarborðshækkun (engin breyting mælanleg). Það er ekki eingöngu við fjölmiðlana að sakast í þessu áróðursfári um hlýnun jarðar. Í fyrra sendi milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar frá sér skýrslu með enn einni hrakspánni um yfirvofandi ofhitnun, rökstudda með lélegum vísindum og skoðunum erindreka sem ekki eru vísindamenn. Nýlega sendi önnur Sameinuðu þjóða-nefndin frá sér yfirlýsingu um að þrjátíu jöklar væru að bráðna en ekkert var sagt frá því að fleiri eru að vaxa. Fyrir stuttu veitti Nóbelsnefndin í Ósló milliríkjanefndinni friðarverðlaunin þrátt fyrir að hún hafi notað falsanir og rangfærslur til að reka áróður fyrir Kýótó-samningnum, líklega versta hneyksli í sögu Nóbelsnefndarinnar. Hvað getur áróðurinn um loftslagshlýnunina haldið lengi áfram? Er ekki best að hætta við Kýótó-samninginn nú þegar menn vita að hann mun ekki hafa mælanleg áhrif á loftslag en er skaðlegur lífsgæðum jarðarbúa? Nei, greinilega ekki, nú er málið komið í tísku, almenningur trúir áróðrinum, vísindin eru útrædd! (Við Íslendingar könnumst við vinnubrögðin úr Alþjóða hvalveiðiráðinu). Forkólfar Kýótó-samningsins eru að undirbúa framlengingu hans og ætlast til að Ísland taki þátt. En nú þegar raunveruleikinn er að koma betur í ljós hljóta menn að yfirgefa þetta hringleikahús falsáróðursins sem „loftslagssamningarnir" eru, spurningin er hvort við höfum kjark til þess. Höfundur er verkfræðingur.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun