Innlent

Hryssa tekur folald í fóstur

Hestarnir á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar.
Hestarnir á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar.

Hryssan Arney frá Skarði hefur tekið folald í fóstur eftir að verðlaunahryssan Ástríða,sem það er undan, féll nýverið vegna veikinda. Gripið var til þess ráðs að sækja Arneyju í stóð, þar sem hún gekk með tveggja vikna folaldi sínu.

Það var tekið af henni og svo báðum folöldunum hleypt saman til hennar stund og stund daglega. Brátt gerði hún ekki upp á milli þeirra og ganga þau nú með henni öllum stundum, líkt og þau séu sammæðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×