Össur býður Kristni í Samfylkinguna 17. september 2008 22:45 MYND/AP Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býður Kristni H. Gunnarssyni, þingflokksformanni Frjálslynda flokksins, að ganga í Samfylkinguna vegna þeirra deilna sem nú eru innan Frjálslynda flokksins. Fram kom á Vísi í dag að Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, vildi ekki að Kristinn gegndi áfram starfi þingflokksformanns vegna þess hvernig hann hefði farið fram í störfum sínum. Sagðist Jón hafa viðrað þá skoðun við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins. Össur ritar um þessar deilur á heimasíðu sína á Eyjunni og segir Kristin hafa unnið sér það til óhelgis að vera andsnúinn öfgakenndri stefnu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í innflytjendamálum. Vísar Össur þar til deilna Kristins og Magnúsar um komu palenstínskra flóttamanna til Akraness. ,,Í því máli sýndi Sleggjan siðferðisþrek, sem ber að virða. Hann heldur því enda fram að sín stefna sé í fullu samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins, sem Kristinn telur ekki ala á útlendingaandúð. Um það mætti raunar setja á aðrar tölur síðar," segir Össsur. Þá segir iðnaðarráðherra að Kristinn hafi einnig unnið sér það til óhelgis að að hafa stutt Guðjón Arnar Kristjánsson sem Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson grafi nú undan. ,,Þetta er í senn atlaga að Guðjóni Arnari, og tilraun til að gera Frjálslynda flokkinn að einsmálsflokki þar sem andóf gegn innflytjendum verður sett á oddinn að norskri fyrirmynd," segir Össur enn fremur. ,,Langbesti leikur Kristins H. Gunnarssonar í þessari stöðu er að skera á festar, og sækja um inngöngu í þingflokk Samfylkingarinnar. Hann á ekki að láta öfgamennina í Frjálslynda flokknum niðurlægja sig með því að hrekjast úr embætti þingflokksformanns. Kristinn er ekkert annað en jafnaðarmaður, með svipaða slagsíðu og sumir landsbyggðarþingmenn okkar, að ógleymdum byggðaráðherranum. Ég býð hann að minnsta kosti velkominn fyrir mína parta," segir Össur. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býður Kristni H. Gunnarssyni, þingflokksformanni Frjálslynda flokksins, að ganga í Samfylkinguna vegna þeirra deilna sem nú eru innan Frjálslynda flokksins. Fram kom á Vísi í dag að Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, vildi ekki að Kristinn gegndi áfram starfi þingflokksformanns vegna þess hvernig hann hefði farið fram í störfum sínum. Sagðist Jón hafa viðrað þá skoðun við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins. Össur ritar um þessar deilur á heimasíðu sína á Eyjunni og segir Kristin hafa unnið sér það til óhelgis að vera andsnúinn öfgakenndri stefnu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í innflytjendamálum. Vísar Össur þar til deilna Kristins og Magnúsar um komu palenstínskra flóttamanna til Akraness. ,,Í því máli sýndi Sleggjan siðferðisþrek, sem ber að virða. Hann heldur því enda fram að sín stefna sé í fullu samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins, sem Kristinn telur ekki ala á útlendingaandúð. Um það mætti raunar setja á aðrar tölur síðar," segir Össsur. Þá segir iðnaðarráðherra að Kristinn hafi einnig unnið sér það til óhelgis að að hafa stutt Guðjón Arnar Kristjánsson sem Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson grafi nú undan. ,,Þetta er í senn atlaga að Guðjóni Arnari, og tilraun til að gera Frjálslynda flokkinn að einsmálsflokki þar sem andóf gegn innflytjendum verður sett á oddinn að norskri fyrirmynd," segir Össur enn fremur. ,,Langbesti leikur Kristins H. Gunnarssonar í þessari stöðu er að skera á festar, og sækja um inngöngu í þingflokk Samfylkingarinnar. Hann á ekki að láta öfgamennina í Frjálslynda flokknum niðurlægja sig með því að hrekjast úr embætti þingflokksformanns. Kristinn er ekkert annað en jafnaðarmaður, með svipaða slagsíðu og sumir landsbyggðarþingmenn okkar, að ógleymdum byggðaráðherranum. Ég býð hann að minnsta kosti velkominn fyrir mína parta," segir Össur.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira