Innlent

Lentu í Glasgow vegna titrings í hreyfli

Flugvél á vegum Icelandair með 174 innanborðs á leið til Amsterdam í Hollandi neyddist til að lenda í Glasgow í Skotlandi fyrir rúmri klukkustund.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Vísi að mælitæki í flugvélinni hefðu sýnt að það væri titringur í öðrum hreyflinum og í framhaldinu tóku flugmenn vélarinnar þá ákvörðun að slökkva á honum og lenda flugvélinni í Glasgow.

Farþegar vélarinnar hafast nú við í flugstöðinni á meðan vélin er skoðuð. Guðjón segir að framhaldið sé óljóst. Hugsanlega verða farþegarnir fluttir til Amsterdam með áætlunarflugi annarra flugvéla. Guðjón á þó von á því að málið skýrist fljótlega.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×