Innlent

Geta sparað 20 milljarða á gæðastjórnun í mannvirkjagerð

Ríki, sveitarfélög og verktakar gætu sparað allt að 20 milljarða króna á ári með bættri gæðastjórnun í mannvirkjagerð samkvæmt nýlegri rannsókn. Þar kemur einnig fram að Íslendingar standa hinum Norðurlandaþjóðunum langt að baki í gæðamálum.

Fjallað var um gæðastjórnun í mannvirkjagerð á morguðnverðarfundi sem meðal annars Samtök iðnaðarins og Reykjavíkurborg stóðu að í morgun.

Guðjóna Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur og verkefnisstjóri framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar, var meðal þeirra sem tók til máls en hún lauk nýlega meistararitgerð um gæðastjórnun í mannvirkjagerð.

„Rannsóknir sýna að allt 10 til 30 prósent að hagnaði fyrirtækja er að fara í að endurvinna mistök. Við vitum það og það sama á við um mannvirkjagerð. Ef 10 prósent af veltu mannvirkjagerðarinnar eru að fara í mistök þá eru þetta gríðarlegir fjármunir," segir Guðjóna.

Guðjóna segir að Íslendingar standi hinum Norðurlandaþjóðunum langt að baki í gæðastjórnun. „Við þurfum að taka betur á sérkennum mannvirkjagerðarinnar. Þetta skammtímasjónarmið, þetta reddast, virðist alltaf hafa verið gert svona, virðist vera mjög ríkjandi. Síðan virðist að kröfur verkaupa hafi verið að aukast en að þeim hafi ekki verið fylgt nægjanlega mikið eftir," segir Guðjóna enn fremur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×