Innlent

Reyndu að svíkja fé af væntanlegri au pair stúlku

Lögregla varar enn og aftur við svindli á Netinu, í þetta sinn frá fólki sem auglýsti eftir au pair.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að ungri stúlku, sem sótt hefur um að fara sem au pair erlendis, hafi borist vænlegt tilboð frá fjölskyldu í Bretlandi. Það vakti athygli stúlkunnar hversu há laun voru í boði og því varð stúlkan efnis. Daginn eftir fékk hún tölvupóst um að hún ætti að hafa samband við tiltekna ferðaskrifstofu er átti að sjá um að fá vegabréfsáritun fyrir hana, atvinnuleyfi, læknaskýrslu og tryggingu. Fékk hún uppgefið tölvupóstfang en í ljós kom að netfangið reyndist vera gmail.com sem þótti enn skrítnara. Stúlkan hafði þó tölvupóstsamband við ferðaskrifstofuna. Til baka fékk hún svar um að greiða 1.300 pund til höfuðstöðvanna, sem væru í Senegal.

„Þegar stúlkan hafði aftur samband við fjölskylduna og sagðist ætla bara að sjá um að afla gagnanna sjálf þar sem þetta væri allt of dýrt fékk hún það svar að þessi tiltekna ferðaskrifstofa væri það besta fyrir hana, en fyrst svona væri komið myndi fjölskyldan ætla að greiða helminginn af upphæðinni ef stúlkan flýtti sér bara að borga. Hún hafnaði því og kom þannig í veg fyrir að ætlunarverk svindlaranna tækist - að þessu sinni að minnsta kosti," segir lögreglan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×