Íslendingur setti hundasleða-heimsmet í Noregi 25. september 2008 20:46 Þorsteinn Sófusson við æfingar. Þorsteinn Sófusson, Íslendingur búsettur í Noregi, setti í dag heimsmet ásamt félögum sínum þegar þeir spenntu 57 sleðahunda fyrir dráttarvél og létu þá draga hana fjögurra kílómetra langa leið. Þorsteinn er mikill áhugamaður um sleðahundahlaup en nú er undirbúningur fyrir komandi keppnistímabil í fullum gangi. „Við höfum verið að æfa stíft og okkur datt í hug að spenna alla hundana okkar fyrir í einu. Met sem þetta hefur aldrei verið skráð og því er um heimsmet að ræða," segir Þorsteinn í samtali við Vísi en tiltækið hefur vakið mikla athygli í norskum miðlum í dag. Þorsteinn segir að þeir félagar ætli að hafa samband við Heimsmetabók Guinnes og fá metið fært til þeirrar merku bókar. Að sögn Þorsteins gekk tilraunin vel að mestu leyti og að hundarnir, sem eru sérræktaðir sleðahundar af Alaska husky kyni, hafi farið létt með að draga traktorinn. Tiltækið var eins og áður sagði hluti af komandi keppnistímabili en sleðahundahlaup er vinsæl íþrótt í Noregi. Ef allt gengur eftir verður Þorsteinn á meðal þáttakanda í Femundlöbet 2009, fyrstur Íslendinga, en þar er um að ræða fjölmennastu sleðahundakeppni í heimi. Norska ríkissjónvarpið gerði metinu góð skil og hér má sjá umfjöllun og myndband af tiltækinu. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Þorsteinn Sófusson, Íslendingur búsettur í Noregi, setti í dag heimsmet ásamt félögum sínum þegar þeir spenntu 57 sleðahunda fyrir dráttarvél og létu þá draga hana fjögurra kílómetra langa leið. Þorsteinn er mikill áhugamaður um sleðahundahlaup en nú er undirbúningur fyrir komandi keppnistímabil í fullum gangi. „Við höfum verið að æfa stíft og okkur datt í hug að spenna alla hundana okkar fyrir í einu. Met sem þetta hefur aldrei verið skráð og því er um heimsmet að ræða," segir Þorsteinn í samtali við Vísi en tiltækið hefur vakið mikla athygli í norskum miðlum í dag. Þorsteinn segir að þeir félagar ætli að hafa samband við Heimsmetabók Guinnes og fá metið fært til þeirrar merku bókar. Að sögn Þorsteins gekk tilraunin vel að mestu leyti og að hundarnir, sem eru sérræktaðir sleðahundar af Alaska husky kyni, hafi farið létt með að draga traktorinn. Tiltækið var eins og áður sagði hluti af komandi keppnistímabili en sleðahundahlaup er vinsæl íþrótt í Noregi. Ef allt gengur eftir verður Þorsteinn á meðal þáttakanda í Femundlöbet 2009, fyrstur Íslendinga, en þar er um að ræða fjölmennastu sleðahundakeppni í heimi. Norska ríkissjónvarpið gerði metinu góð skil og hér má sjá umfjöllun og myndband af tiltækinu.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira