Lífið

Harry Potter kærir Hari Putter

Hari Puttar hefur ekkert með Harry Potter að gera.
Hari Puttar hefur ekkert með Harry Potter að gera.

Framleiðendur Harry Pottar myndanna hafa lagt fram kæru gegn indversku kvikmyndafyrirtæki sem er með mynd í smíðum sem heitir Hari Puttar. Indverskur dómstóll hefur samþykkt lögbann á myndina en Warner Bros segja að titill myndarinnar geti valdið ruglingi.

Indverska fyrirtækið hafnar þeim ásökunum og segja að myndin hafi ekkert með galdrastrákinn Harry Potter að gera. Þeir benda á að Hari sé algengt nafn á Indlandi og að Puttar þýði sonur í tungumáli Hindúa. Myndin fjallar um tíu ára gamlan strák sem flytur til Englands og afstýrir heimsendi.

Myndin er tilbúin til dreifingar en lagaflækjurnar munu nú tefja fyrir frumsýningu hennar um ótilgreindan tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.