Palestínsk flóttakona segir ástandið í Al-Waleed búðunum skelfilegt Nanna Hlín skrifar 5. ágúst 2008 11:23 Frá Al Waleed flóttamannabúðunum. MYND/Félagsmálaráðuneytið 29 palestínskir flóttamenn eru væntanlegir til Íslands frá Al-Waleed flóttamannabúðunum á landamærum Íraks og Sýrlands. Á fréttavef Reuters er grein um þessar búðir og viðtal við Wedad, 30 ára gamla ekkju sem er á leið hingað til lands. Hún segir ástandið í búðunum skelfilegt og mjög erfitt fyrir börn sín. Í greininni kemur fram að 2700 Palestínumenn eru strandaglópar í tveimur flóttamannabúðunum Al Waleed og Al Tanf við skelfilegar aðstæður. Al Waleed-búðirnar eru staðsettar í eyðimörk og er hitastigið oft yfir 50 stig á sumrin en fyrir neðan frostmark á veturna. 400 kílómetrar eru í næsta sjúkrahús. Flóttamönnunum er ekki leyft að fara inn í Sýrland sem nú þegar er yfirfullt af flóttamönnum frá Palestínu og Írak. Þeir flóttamenn sem eru á leið hingað til lands eru meðal þeirra sem hafa orðið hvað verst úti, oft og tíðum er um að ræða ekkjur með börn sín eins og í tilfelli Wedad. Wedad kom í Al-Waleed búðirnar fyrir nokkrum mánuðum eftir að eiginmaður hennar lést í sjálfsmorðsárás í Írak. Hafði hann verið að hjálpa fórnalömbum sjálfsmorðssprengingar þegar önnur sprengja sprakk. Fjögurra ára gamall sonur þeirra særðist einnig í sprengingunni. Wedad yfirgaf Bagdad í kjölfarið til þess að komast til annarra landa en strandaði í búðunum. Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna hefur ítrekað reynt að vekja athygli á lífi palestínsku flóttamannanna á landamærunum en fengið lítil viðbrögð. Stofnunin skorar á lönd heimsins að taka við palestínsku flóttamönnunum og þá sérstaklega þeim sem þurfa tafarlausa aðhlynningu. Talið er að 34 þúsund Palestínumenn hafi búið í Írak árið 2003 en nú er aðeins 10-15 þúsund eftir, þar af þessir 2700 í flóttamannabúðunum. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
29 palestínskir flóttamenn eru væntanlegir til Íslands frá Al-Waleed flóttamannabúðunum á landamærum Íraks og Sýrlands. Á fréttavef Reuters er grein um þessar búðir og viðtal við Wedad, 30 ára gamla ekkju sem er á leið hingað til lands. Hún segir ástandið í búðunum skelfilegt og mjög erfitt fyrir börn sín. Í greininni kemur fram að 2700 Palestínumenn eru strandaglópar í tveimur flóttamannabúðunum Al Waleed og Al Tanf við skelfilegar aðstæður. Al Waleed-búðirnar eru staðsettar í eyðimörk og er hitastigið oft yfir 50 stig á sumrin en fyrir neðan frostmark á veturna. 400 kílómetrar eru í næsta sjúkrahús. Flóttamönnunum er ekki leyft að fara inn í Sýrland sem nú þegar er yfirfullt af flóttamönnum frá Palestínu og Írak. Þeir flóttamenn sem eru á leið hingað til lands eru meðal þeirra sem hafa orðið hvað verst úti, oft og tíðum er um að ræða ekkjur með börn sín eins og í tilfelli Wedad. Wedad kom í Al-Waleed búðirnar fyrir nokkrum mánuðum eftir að eiginmaður hennar lést í sjálfsmorðsárás í Írak. Hafði hann verið að hjálpa fórnalömbum sjálfsmorðssprengingar þegar önnur sprengja sprakk. Fjögurra ára gamall sonur þeirra særðist einnig í sprengingunni. Wedad yfirgaf Bagdad í kjölfarið til þess að komast til annarra landa en strandaði í búðunum. Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna hefur ítrekað reynt að vekja athygli á lífi palestínsku flóttamannanna á landamærunum en fengið lítil viðbrögð. Stofnunin skorar á lönd heimsins að taka við palestínsku flóttamönnunum og þá sérstaklega þeim sem þurfa tafarlausa aðhlynningu. Talið er að 34 þúsund Palestínumenn hafi búið í Írak árið 2003 en nú er aðeins 10-15 þúsund eftir, þar af þessir 2700 í flóttamannabúðunum.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira