Gott hjá Þórunni, en … Ögmundur Jónasson skrifar 5. ágúst 2008 10:38 Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur fengið lof fyrir þá ákvörðun sína að fram skuli fara heildstætt umhverfismat fyrir alla þætti sem snúa að því að reisa álver á Bakka við Húsavík. Áður hafði ráðherrann fengið gagnrýni fyrir að láta ekki slíkt mat fara fram á samsvarandi framkvæmd í Helguvík á Reykjanesi. Hvort tveggja, lofið og gagnrýnina, tek ég undir. Að sjálfsögðu er annað fráleitt en að fram fari mat á því samtímis hverjar afleiðingar það hefði fyrir umhverfið að reisa verksmiðju, virkja orkuna til að knýja hana og flytja rafmagnið frá virkjun til verksmiðju. Enda þótt almennt sé viðurkennt að þetta séu eðlileg vinnubrögð, þá hefur það ekki farið framhjá neinum að hörðustu virkjunarsinnum þyki slæmt að slík heildstæð skoðun fari fram - tala um ónauðsynlegar tafir. Samráðherrar Þórunnar, bæði úr Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, lýsa því yfir að álver verði byggt á Bakka hvað sem tautar og raular. Bera í besta lagi í bætifláka fyrir umhverfisráðherra með því að segja að Þórunn sé að sinna nauðsynlegum formsatriðum. Gagnrýnin á umhverfisráðherra þykir mér ekki byggja á haldbærum rökum. En hvers vegna efasemdarfyrirvarinn sem ýjað er að í fyrirsögn þessa greinarkorns? Á umhverfisráðherranum sjálfum er nefnilega svo að skilja að heildstætt umhverfismat muni ekki breyta neinu, að í huga hennar sjálfrar sé fyrst og fremst um formasatriði að ræða, sbr. eftirfarandi ummæli í Sjónvarpsfréttum 1. ágúst um þessa ákvörðun: „Það þýðir auðvitað að það bætast við einhverjar vikur, mánuðir í ferlinu en fyrir svo stórt verkefni sem í raun á að líta dagsins ljós árið 2012 líklega, þá skipta nokkrar vikur eða mánuðir á þessari stundu ekki öllu máli." Þarna tel ég hins vegar að stóriðjusinnar hafi nokkuð til síns máls þegar þeir segja að heildstætt mat valdi töfum og auki á óvissu; óvissu um að álver verði reist á Bakka. En það er jákvætt í augum okkar sem teljum frekara umhverfisrask í þágu fjölþjóðlegra álrisa hið mesta glapræði. Einnig í efnahagslegu tilliti.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur fengið lof fyrir þá ákvörðun sína að fram skuli fara heildstætt umhverfismat fyrir alla þætti sem snúa að því að reisa álver á Bakka við Húsavík. Áður hafði ráðherrann fengið gagnrýni fyrir að láta ekki slíkt mat fara fram á samsvarandi framkvæmd í Helguvík á Reykjanesi. Hvort tveggja, lofið og gagnrýnina, tek ég undir. Að sjálfsögðu er annað fráleitt en að fram fari mat á því samtímis hverjar afleiðingar það hefði fyrir umhverfið að reisa verksmiðju, virkja orkuna til að knýja hana og flytja rafmagnið frá virkjun til verksmiðju. Enda þótt almennt sé viðurkennt að þetta séu eðlileg vinnubrögð, þá hefur það ekki farið framhjá neinum að hörðustu virkjunarsinnum þyki slæmt að slík heildstæð skoðun fari fram - tala um ónauðsynlegar tafir. Samráðherrar Þórunnar, bæði úr Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, lýsa því yfir að álver verði byggt á Bakka hvað sem tautar og raular. Bera í besta lagi í bætifláka fyrir umhverfisráðherra með því að segja að Þórunn sé að sinna nauðsynlegum formsatriðum. Gagnrýnin á umhverfisráðherra þykir mér ekki byggja á haldbærum rökum. En hvers vegna efasemdarfyrirvarinn sem ýjað er að í fyrirsögn þessa greinarkorns? Á umhverfisráðherranum sjálfum er nefnilega svo að skilja að heildstætt umhverfismat muni ekki breyta neinu, að í huga hennar sjálfrar sé fyrst og fremst um formasatriði að ræða, sbr. eftirfarandi ummæli í Sjónvarpsfréttum 1. ágúst um þessa ákvörðun: „Það þýðir auðvitað að það bætast við einhverjar vikur, mánuðir í ferlinu en fyrir svo stórt verkefni sem í raun á að líta dagsins ljós árið 2012 líklega, þá skipta nokkrar vikur eða mánuðir á þessari stundu ekki öllu máli." Þarna tel ég hins vegar að stóriðjusinnar hafi nokkuð til síns máls þegar þeir segja að heildstætt mat valdi töfum og auki á óvissu; óvissu um að álver verði reist á Bakka. En það er jákvætt í augum okkar sem teljum frekara umhverfisrask í þágu fjölþjóðlegra álrisa hið mesta glapræði. Einnig í efnahagslegu tilliti.Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar