Innlent

Eru landlaus og án ríkisfangs

Nanna Hlín skrifar
Frá Al Waleed flóttamannabúðunum.
Frá Al Waleed flóttamannabúðunum. MYND/Félagsmálaráðuneytið

Þeir palestínsku flóttamenn sem eru á leið hingað til lands eru niðjar Palestínumanna sem flúðu land sitt við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og settust að í Írak. Þau fengu hins vegar ekki ríkisfang í Írak og eiga þess vegna ekkert ríkisfang né landsvæði tið að hverfa til að sögn Lindu Björk Guðrúnardóttur sem sér um undirbúning að komu flóttamannanna til Akraness.

„Palestínunmönnum sem búa í Írak var úthlutað húsnæði í Baghdad á tímum Saddam Hussein og höfðu þeir það ágætt þegar hann var við völd. Þeir fengu þó hvorki ríkisfang né réttindi í Írak en liðu engan skort."

„Síðan þegar Saddam Hussein fellur er farið að ráðast að þessu fólki þar sem þau eru talin vera vinveitt Saddam Hussein þar sem hann studdi Palestínumenn gegn Ísrael. Þá eru þau hrakin af heimilum sínum þannig að þetta fólk í flóttamannabúðum hefur ekkert að hverfa til."segir Linda.

Að sögn Lindu koma Palestínumennirnir hingað til lands í byrjun september og er undirbúningur á fullu þessa dagana. Húsnæði er að öllum líkindum komið fyrir alla flóttamennina. Síðan var Rauði Krossinn á Akranesi með söfnun á húsgögnum og fötum fyrir þau sem gekk svo vel að loka þurfti söfnuninni viku á undan áætlun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×