Innlent

Fíkniefnaeftirlit skilaði góðum árangri á Akranesi

Lögreglan á Akranesi lagði hald á um 20 grömm af marijúana, 15 grömm af amfetamíní og lítilræði af hassi og kókaíni við fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina.

Í dagbók lögreglunnar segir að að lögreglan hafi einblínt á þetta þar sem rólegt hafi verið í bænum. Auk þess sinnti lögreglan eftirliti með akstri undir áhrifum ólöglegra fíkniefna og voru fimm mans gripnir við slíka iðju og einn tekinn fyrir ölvunarakstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×