Innlent

Eldsneyti hækkaði hjá öllum olíufélögunum

Eldsneyti hækkaði hjá öllum olíufélögunum í dag frá þremur og upp í sjö krónur á lítrann.

Minnst hækkaði bensínið hjá Enn einum, um þrjár krónur en mesta hækkun dagsins var hjá Atlantsolíu þar sem dísillítrinn hækkaði um sjö krónur. Bensínlítrinn er nú seldur á bilinu 168 til tæplega 170 krónur.

Sambærilegt verð er hjá Atlantsolíu og og sjálfsafgreiðslustöðvunum Orkunni og ÓB, eða rétt um 168 krónur en langódýrastur er lítrinn á Egó, eða rúmar 163 krónur. Skýringar sem gefnar hafa verið eru hækkun á heimsmarkaðsverði og ólgusjórinn á gjaldeyrismörkuðum.

Eða eins og einn viðmælandi fréttastofu sagði, þá er áætlanagerð í þessum geira um þessar mundir eins og að sigla skipi í höfn með bundið fyrir augu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×