Erlent

Hakkarar handteknir

Spænska lögreglan hefur handtekið fimm tölvuþrjóta sem hafa að sögn lögreglu verið afar skæðir undanfarin tvö ár.

Á meðal þeirra fimm sem handteknir voru eru tveir 16 ára piltar. Þeir eru grunaðir um að hafa brotist inn á og valdið skaða á heimsíðum ríkisstjórna í Bandaríkjunum, Asíu og Suður-Ameríku.

Lögreglan segir að tölvuþrjótarnir hafi samhæft aðgerðir sínar og brotist inn á meira en 21,000 heimasíður á síðustu tveimur árum.

Rannsókn lögreglu á þeirra málum hófst eftir brotist var inn á heimsíðu stjórnmálaflokka á Spáni og þær gerðar óvirkar eftir síðustu kosningar.

Tölvuþrjótarnir voru handteknir í Barcelona, Burgos, Malaga og Valencia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×