Innlent

Eldur í bát á Húnaflóa

Um hálf fimm í dag var Björgunarskipið Húnabjörg á Skagaströnd kallað út vegna elds í 18 tonna bát á Húnaflóa. Þrír skipverjar voru um borð og náðu þeir að slökkva eldinn.

Voru björgunarsveitir á Hvammstanga og  Drangsnesi settar í viðbragðsstöðu. Húnabjörg tók bátinn í tog til hafnar. Eins og alltaf voru allir sem komu að þessu útkalli frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sjálfboðaliðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×