Innlent

Nýjasta varðskip Dana til sýnis

Nýjasta varðskip danska flotans verður til sýnis í Reykjavík eftir hádegið. Skipið, sem heitir Knud Rasmussen, er sérstaklega ætlað til siglinga á hafísslóðum.

Það er tæplega sjötíu og tveggja metra langt og tæplega fimmtán metra breitt. Verið er að endurnýja danska flotann umþessar mundir og bætast tvö skip eins og þetta fljótlega við og munu þau leysa af hólmi þau skip sem þjónað hafa á þessum slóðum.

Það eru skip sem Íslendingar þekkja vel, Vædderen og Triton. Nýja skipið liggur við Miðbakkann í Reykjavíkurhöfn og verður almenningi til sýnis á milli klukkan þrettán og sextán.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×