Portsmouth vill fá Peter Crouch, sóknarmann Liverpool, í sínar raðir. Viðræður milli þessara félaga fóru fram um helgina og þokast þær í rétta átt.
Samkvæmt heimildum BBC gæti kaupverðið á þessum 27 ára leikmanni farið upp í 11 milljónir punda.
Crouch var aðeins níu sinnum í byrjunarliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og Rafael Benítez hefur sagt að hann sé opinn fyrir tilboðum í leikmanninn.
Crouch byrjaði sinn feril í unglinga-akademíu Tottenham áður en hann fór til Portsmouth, Aston Villa, Norwich, Southampton og loks Liverpool.