Samkvæmt heimildum BBC eru viðræður milli Ítalíumeistara Inter og enska stórliðsins Chelsea um hugsanleg kaup á Frank Lampard hafnar. Ítalska liðið vill fá Lampard í leikmannahóp sinn.
Jose Mourinho er tekinn við stjórnartaumunum hjá Inter en hann hefur gríðarmikið álit á Lampard. Leikmaðurinn er á síðasta ári samnings síns við Chelsea.