Innlent

Féll af hestbaki og hlaut opið beinbrot

TF-GNÁ. Úr myndasafni.
TF-GNÁ. Úr myndasafni. MYND/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, sótti á fjórða tímanum mann sem fallið hafði af hestbaki skammt suður af Hvolsvelli.

Hann reyndist hafa hlotið opið beinbrot á fæti og því var ákveðið að kalla á þyrluna. Sjúkrabíll ók með hinn slasaða á Hvolsvöll þar sem þyrlan lenti. Hún flaug svo með manninn á Landspítalann í Fossvogi og lenti þar um fjögurleytið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×