Innlent

Slasaðist á Esjunni

Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg, söng Megas. Kona slasaðist í Esjuhlíðum í kvöld.
Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg, söng Megas. Kona slasaðist í Esjuhlíðum í kvöld.

Þyrla Landhelgisgæslunnar TFLIF sótti í kvöld konu sem hafði ökklabrotnað í miðjum hlíðum Esjunnar og flutti hana til Reykjavíkur.

Þyrlan var í æfingaflugi og stödd í mynni Hvalfjarðar þegar beiðni um aðstoð barst. Konan var komin á Borgarspítalann rúmum hálftíma eftir að beiðnin barst.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni átti slysið sér stað í miðjum Esjuhlíðum "þar sem grófari hlutinn byrjað." Ekki var vitað hvort um túrista eða íslenska ferðalanga var að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×