Innlent

Hollenskt par dæmt fyrir kókaínsmygl

Hollenskt par var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmt í tíu mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla um 300 grömmum af kókaíni til landsins.

Parið var gripið í Leifsstöð við komuna til landsins frá Amsterdam þann 17. júní síðastliðinn. Kókaínið var geymt í hitabrúsa í ferðatösku konunnar. Bæði játuðu sök í málinu og voru að öðru leyti samvinnuþýð við rannsókn málsins. Var því ákveðið að 10 mánaða fangelsi væri hæfileg refsing. Frá því dregst gæsluvarðhald sem fólkið hefur sætt frá 18. júní.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×