Við og „hinir“ 29. október 2008 05:30 Menntamálaráðherra hvatti alla skólastjórnendur í tölvupósti fyrir stuttu til að standa vörð um nemendur. Þar segir meðal annars: „Þau gildi sem liggja til grundvallar starfi í skólum eru umburðarlyndi og kærleikur og að skólinn stuðli að velferð nemenda í víðum skilningi. Á óvissutímum í þjóðfélaginu er mikilvægt að skólinn sé griðastaður nemenda og að jákvæðum skólabrag sé haldið á lofti." Þetta eru orð í tíma töluð. Mikilvægasti auður þessarar þjóðar er mannauðurinn, auðurinn sem liggur í okkur öllum, menntun okkar, dugnaði, bjartsýni, ráðdeild og samstöðu. Þann auð þurfa börnin okkar og unglingar að erfa. Flest eiga þau vísan stuðning vina, fjölskyldu og umhyggjusamra kennara. Skólarnir á öllum skólastigum eru ásamt fjölskyldunum hornsteinar og verndarar þessa auðs. Viðkvæmustu börnin þarfnast mestrar verndar. Börn með sérþarfir eru þarna á meðal. Ef þau eiga ekki fjölskyldur og vini sem geta haldið utan um þau og stutt þau er þeim vandi á höndum. Að aðgreina slík börn langtímum saman frá jafnöldrum, jafnvel þótt í góðu skyni sé, getur orkað letjandi á sjálfsmat þeirra og sjálfsvirðingu. Þau geta upplifa sig sem „hin", öðruvísi og minna virði en allur þorri jafnaldra. Á undanförnum áratugum hefur Ísland vakið athygli víða um heim fyrir það að skólarnir okkar sinna mun stærra hlutfalli nemenda með sérþarfir í almennum skólum og bekkjum en víðast í nágrannalöndum okkar. Ný íslensk rannsókn á viðhorfum kennara til nemenda með þroskaskerðingu sýnir að kennarar láta sér mjög annt um þá nemendur. Þegar álag á skólana eykst þarf að styðja vel við kennara og gera þeim kleift að vinna betur saman, svo þeir geti sett styrk sinn og hæfileika í púkkið án þess að brenna út. Menntamálaráðherra minnir á það í tölvupósti sínum að skólinn þurfi að „vera griðastaður nemenda". Það merkir að skólinn kappkosti að öllum nemendum líði vel, umhverfið sé tryggt og jákvætt, og að þeir finni að virðing sé borin fyrir þeim, að hlustað sé á þá, og þeim gefist kostur á að læra hvort tveggja námsefnið og leikreglur lýðræðis og jákvæðra samskipta. Ef ekki tekst nægilega að styðja kennara er hætta á að umhyggja og samviskusemi kennara snúist upp í vanmátt og þeir leiti leiða til að fjarlægja „erfið börn", börnin sem sum hver hafa meðferðis greiningu, og sem allra helst þarfnast stuðnings, vináttu og hlutdeildar í námi og samfélagi skólans og bekkjarins. Hingað flykktust útlendingar til starfa á ofanverðri 20. öld og allt fram á þetta ár. Margir munu hverfa annað, einkum einhleypir karlmenn. En margar fjölskyldur verða hér áfram. Þessu fólki þurfa skólarnir að sinna af alúð og bestu fáanlegri þekkingu. Ef það mistekst þá eru líkur á að börnin og ungmennin flosni úr tengslum við samfélagið eða nái ekki að tengjast því. Þetta er raunin í mörgum evrópskum stórborgum. Slíkt ungviði á erfitt um vik að afla sér virðingar nema þá helst í einsleitum götugengjum, finnur sig utanveltu og óvelkomið. Slíkt brýtur í sundur friðinn og kyndir undir fordómum. Skólarnir eru einu stofnanir samfélagsins sem geta unnið á móti þessu. Skólarnir eru því mikilvægasta tæki okkar til að efla sjálfsvirðingu þegnanna, virðingu fyrir öðrum og fyrir leikreglum lýðræðis og réttarríkis. Skólinn okkar er skóli margbreytileikans. Hann getur verið auðlegð sem veitir okkur öllum víðari sýn á mann og heim. Það að eiga trú á sjálfan sig, eiga vini og hlutdeild í skólanum, er forsenda þess að nemendum líði vel, séu vongóðir og nýti hæfileika sína sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Ég tek undir með menntamálaráðherra í tölvupósti til skólastjórnenda: „Íslenska menntakerfið er sterkt og gegnir lykilhlutverki í að skapa auðlegð velmenntaðra einstaklinga sem móta munu íslenska framtíð." Leggjumst, með biskupinum, á árar þekkingar og siðvits og tökum ekki við hlutverki „hinna", hvorki sem einstaklingar né þjóð. Sjálfsvirðing er grunnur þess að aðrir virði okkur og forsenda þess að við höfum sjálfstraust til að takast á við erfiðar brekkur. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra hvatti alla skólastjórnendur í tölvupósti fyrir stuttu til að standa vörð um nemendur. Þar segir meðal annars: „Þau gildi sem liggja til grundvallar starfi í skólum eru umburðarlyndi og kærleikur og að skólinn stuðli að velferð nemenda í víðum skilningi. Á óvissutímum í þjóðfélaginu er mikilvægt að skólinn sé griðastaður nemenda og að jákvæðum skólabrag sé haldið á lofti." Þetta eru orð í tíma töluð. Mikilvægasti auður þessarar þjóðar er mannauðurinn, auðurinn sem liggur í okkur öllum, menntun okkar, dugnaði, bjartsýni, ráðdeild og samstöðu. Þann auð þurfa börnin okkar og unglingar að erfa. Flest eiga þau vísan stuðning vina, fjölskyldu og umhyggjusamra kennara. Skólarnir á öllum skólastigum eru ásamt fjölskyldunum hornsteinar og verndarar þessa auðs. Viðkvæmustu börnin þarfnast mestrar verndar. Börn með sérþarfir eru þarna á meðal. Ef þau eiga ekki fjölskyldur og vini sem geta haldið utan um þau og stutt þau er þeim vandi á höndum. Að aðgreina slík börn langtímum saman frá jafnöldrum, jafnvel þótt í góðu skyni sé, getur orkað letjandi á sjálfsmat þeirra og sjálfsvirðingu. Þau geta upplifa sig sem „hin", öðruvísi og minna virði en allur þorri jafnaldra. Á undanförnum áratugum hefur Ísland vakið athygli víða um heim fyrir það að skólarnir okkar sinna mun stærra hlutfalli nemenda með sérþarfir í almennum skólum og bekkjum en víðast í nágrannalöndum okkar. Ný íslensk rannsókn á viðhorfum kennara til nemenda með þroskaskerðingu sýnir að kennarar láta sér mjög annt um þá nemendur. Þegar álag á skólana eykst þarf að styðja vel við kennara og gera þeim kleift að vinna betur saman, svo þeir geti sett styrk sinn og hæfileika í púkkið án þess að brenna út. Menntamálaráðherra minnir á það í tölvupósti sínum að skólinn þurfi að „vera griðastaður nemenda". Það merkir að skólinn kappkosti að öllum nemendum líði vel, umhverfið sé tryggt og jákvætt, og að þeir finni að virðing sé borin fyrir þeim, að hlustað sé á þá, og þeim gefist kostur á að læra hvort tveggja námsefnið og leikreglur lýðræðis og jákvæðra samskipta. Ef ekki tekst nægilega að styðja kennara er hætta á að umhyggja og samviskusemi kennara snúist upp í vanmátt og þeir leiti leiða til að fjarlægja „erfið börn", börnin sem sum hver hafa meðferðis greiningu, og sem allra helst þarfnast stuðnings, vináttu og hlutdeildar í námi og samfélagi skólans og bekkjarins. Hingað flykktust útlendingar til starfa á ofanverðri 20. öld og allt fram á þetta ár. Margir munu hverfa annað, einkum einhleypir karlmenn. En margar fjölskyldur verða hér áfram. Þessu fólki þurfa skólarnir að sinna af alúð og bestu fáanlegri þekkingu. Ef það mistekst þá eru líkur á að börnin og ungmennin flosni úr tengslum við samfélagið eða nái ekki að tengjast því. Þetta er raunin í mörgum evrópskum stórborgum. Slíkt ungviði á erfitt um vik að afla sér virðingar nema þá helst í einsleitum götugengjum, finnur sig utanveltu og óvelkomið. Slíkt brýtur í sundur friðinn og kyndir undir fordómum. Skólarnir eru einu stofnanir samfélagsins sem geta unnið á móti þessu. Skólarnir eru því mikilvægasta tæki okkar til að efla sjálfsvirðingu þegnanna, virðingu fyrir öðrum og fyrir leikreglum lýðræðis og réttarríkis. Skólinn okkar er skóli margbreytileikans. Hann getur verið auðlegð sem veitir okkur öllum víðari sýn á mann og heim. Það að eiga trú á sjálfan sig, eiga vini og hlutdeild í skólanum, er forsenda þess að nemendum líði vel, séu vongóðir og nýti hæfileika sína sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Ég tek undir með menntamálaráðherra í tölvupósti til skólastjórnenda: „Íslenska menntakerfið er sterkt og gegnir lykilhlutverki í að skapa auðlegð velmenntaðra einstaklinga sem móta munu íslenska framtíð." Leggjumst, með biskupinum, á árar þekkingar og siðvits og tökum ekki við hlutverki „hinna", hvorki sem einstaklingar né þjóð. Sjálfsvirðing er grunnur þess að aðrir virði okkur og forsenda þess að við höfum sjálfstraust til að takast á við erfiðar brekkur. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar