Hættan vex á íbúðalánamarkaði Ragnar Önundarson skrifar 13. mars 2008 04:30 Bernanke seðlabankastjóri í BNA hefur lagt fram drög að reglum sem takmarka framandi og dýr lán til fólks umfram greiðslugetu. Þær eiga að taka gildi eftir mánuð. Miklar skuldir fólks fylgja ofmati eigna og valda áhættu. Lánaþensla hófst síðla árs 2004. Veitt voru 90-100% lán til 40 ára. Flestir bankar öfluðu fjár á móti til aðeins 5 ára. Stutt lán eru á lægri vöxtum, það jók vaxtamuninn og kaupréttina. Bankinn áskilur sér hækkun vaxta eftir 5 ár. Bankar eru með hundruð milljarða í íbúðalánum. Vextir fyrstu lánanna endurskoðast síðla árs 2009 og svo áfram. Hverjir verða vextir á markaði þá? Þeim verður velt yfir á heimilin. Algeng fyrstu íbúðakaup nema 22,5 m.kr. og 80% jafngreiðslulán er 18 m.kr. til 40 ára. Vextir voru 4,15% 2004 og mánaðarleg greiðsla 85.169 kr. Ef miðað er við vexti Íbúðalánasjóðs nú 5,76% fer greiðslan í 95.585 kr. Segjum að vextir hækki ekki frekar. Af þessu láni þarf þá að greiða um 125 þús. kr. meira á ári hverju í a.m.k. 5 ár og e.t.v. lengur, jafnvel í 35 ár. Það væru 4,4 m.kr. Þar sem sá kostnaður dreifist á framtíðina þarf að reikna hann til núvirðis. Sé það gert með þeim 5.76% vöxtum sem nú gilda fæst núvirðið 1,9 m.kr. Það yrði tap lánþegans á hækkuninni og rýrir hreina eign hans sem var 5 m.kr. skyndilega um 8,4% af verði hennar. En hann þolir þetta.Skuldadrifið verðfallNú kreppir að. Kaupmáttur rýrnar þá oftast um 5-6% 3 ár í röð. Útlendingar sitja í störfum sínum, atvinna og yfirvinna minnkar og borgað er eftir töxtum. Verði ekki frekari hækkun vaxta og hafi lántaki ekki tekið önnur lán og haldi hann vinnunni, heilsunni og kjarkinum kann hann að þrauka, aðþrengdur. En hvað ef vextir hækka enn, t.d. um önnur 1,6%. Þá er greiðslubyrðin orðin 250 þús. kr. hærri á ári og kaupmáttur hefur rýrnað um 15-18%. Um fjórðungur hreinna tekna margra heimila hverfur. Flestir eru með fleiri lán. Fólk sem hefur teflt á tæpt vað tekur nú til varna og reynir að selja, jafnvel með einhverju tapi, í von um að ná að verjast, því 17% verðrýrnun er yfirvofandi. Margir reyna þetta á sama tíma. Það verður verðfall sem enginn veit hvar endar. Sú endurskoðun vaxta sem hefjast mun á næsta ári er varasöm vegna þess fjölda og þeirra fjárhæða sem um er að ræða.Bankar mæta líka áhættu. Verðmæti veða rýrnar, útlán tapast og þar með lækkar eigið fé þeirra. Það hefur ekki orðið verðfall hér á landi, en það varð víða í síðustu lægð, m.a. í Skandinavíu. Í Noregi misstu eigendur banka þá úr höndum sér. Hlutabréfin urðu verðlítil og ríkið þjóðnýtti þá. Að verða gjaldþrota er að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Banki sem tekur hundruð milljarða að láni til 5 ára og endurlánar til 40 ára setur sig í mikla áhættu.Ástand á mörkuðum kann að versna og vextir geta hækkað, jafnvel svo að hann nái ekki að endurfjármagna sig. Flestir tengja Kreppuna miklu við verðfall á hlutabréfum 1929. Það var ekki fyrr en 1931 að fasteignir féllu í verði og þá stóð fólk í biðröðum fyrir utan banka í von um að ná fé sínu. Áhrif verðfalls veða eru miklu meiri en verðfalls hlutabréfa. Óvíst er að unnt sé að verja banka með hækkun vaxta á tímum ofmats, það kann að leiða til verðfalls og útlánatapa.Stjórnvöld bregðist viðSkuldadrifið verðfall húsnæðis er þegar hafið í BNA. Vaxtahækkanir ollu því. Seðlabanki BNA hefur virkjað alla sína 12 undirbanka til stórfellds og fjölþætts átaks meðal allra þeirra sem veita íbúðalán í þessu 300 milljón manna landi, til að koma í veg fyrir eða lágmarka örþrif. Íslensk stjórnvöld ættu að bregðist við. Stofna vinnuhóp sérfróðra sem fari yfir ástandið og geri tillögur um viðbrögð. Átakið sem nú er hafið í BNA til að afstýra óhöppum er gott fordæmi.Ef harðnar í ári þarf Íbúðalánasjóður að vera til staðar fyrir fólkið í landinu. Hann getur gert fólki tilboð um yfirtöku íbúðalána banka, gangi þeir vopnum sínum framar í hækkunum. Eins munu lífeyrissjóðir vilja taka þátt, þeir eru til fyrir félagsmenn sína.Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Bernanke seðlabankastjóri í BNA hefur lagt fram drög að reglum sem takmarka framandi og dýr lán til fólks umfram greiðslugetu. Þær eiga að taka gildi eftir mánuð. Miklar skuldir fólks fylgja ofmati eigna og valda áhættu. Lánaþensla hófst síðla árs 2004. Veitt voru 90-100% lán til 40 ára. Flestir bankar öfluðu fjár á móti til aðeins 5 ára. Stutt lán eru á lægri vöxtum, það jók vaxtamuninn og kaupréttina. Bankinn áskilur sér hækkun vaxta eftir 5 ár. Bankar eru með hundruð milljarða í íbúðalánum. Vextir fyrstu lánanna endurskoðast síðla árs 2009 og svo áfram. Hverjir verða vextir á markaði þá? Þeim verður velt yfir á heimilin. Algeng fyrstu íbúðakaup nema 22,5 m.kr. og 80% jafngreiðslulán er 18 m.kr. til 40 ára. Vextir voru 4,15% 2004 og mánaðarleg greiðsla 85.169 kr. Ef miðað er við vexti Íbúðalánasjóðs nú 5,76% fer greiðslan í 95.585 kr. Segjum að vextir hækki ekki frekar. Af þessu láni þarf þá að greiða um 125 þús. kr. meira á ári hverju í a.m.k. 5 ár og e.t.v. lengur, jafnvel í 35 ár. Það væru 4,4 m.kr. Þar sem sá kostnaður dreifist á framtíðina þarf að reikna hann til núvirðis. Sé það gert með þeim 5.76% vöxtum sem nú gilda fæst núvirðið 1,9 m.kr. Það yrði tap lánþegans á hækkuninni og rýrir hreina eign hans sem var 5 m.kr. skyndilega um 8,4% af verði hennar. En hann þolir þetta.Skuldadrifið verðfallNú kreppir að. Kaupmáttur rýrnar þá oftast um 5-6% 3 ár í röð. Útlendingar sitja í störfum sínum, atvinna og yfirvinna minnkar og borgað er eftir töxtum. Verði ekki frekari hækkun vaxta og hafi lántaki ekki tekið önnur lán og haldi hann vinnunni, heilsunni og kjarkinum kann hann að þrauka, aðþrengdur. En hvað ef vextir hækka enn, t.d. um önnur 1,6%. Þá er greiðslubyrðin orðin 250 þús. kr. hærri á ári og kaupmáttur hefur rýrnað um 15-18%. Um fjórðungur hreinna tekna margra heimila hverfur. Flestir eru með fleiri lán. Fólk sem hefur teflt á tæpt vað tekur nú til varna og reynir að selja, jafnvel með einhverju tapi, í von um að ná að verjast, því 17% verðrýrnun er yfirvofandi. Margir reyna þetta á sama tíma. Það verður verðfall sem enginn veit hvar endar. Sú endurskoðun vaxta sem hefjast mun á næsta ári er varasöm vegna þess fjölda og þeirra fjárhæða sem um er að ræða.Bankar mæta líka áhættu. Verðmæti veða rýrnar, útlán tapast og þar með lækkar eigið fé þeirra. Það hefur ekki orðið verðfall hér á landi, en það varð víða í síðustu lægð, m.a. í Skandinavíu. Í Noregi misstu eigendur banka þá úr höndum sér. Hlutabréfin urðu verðlítil og ríkið þjóðnýtti þá. Að verða gjaldþrota er að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Banki sem tekur hundruð milljarða að láni til 5 ára og endurlánar til 40 ára setur sig í mikla áhættu.Ástand á mörkuðum kann að versna og vextir geta hækkað, jafnvel svo að hann nái ekki að endurfjármagna sig. Flestir tengja Kreppuna miklu við verðfall á hlutabréfum 1929. Það var ekki fyrr en 1931 að fasteignir féllu í verði og þá stóð fólk í biðröðum fyrir utan banka í von um að ná fé sínu. Áhrif verðfalls veða eru miklu meiri en verðfalls hlutabréfa. Óvíst er að unnt sé að verja banka með hækkun vaxta á tímum ofmats, það kann að leiða til verðfalls og útlánatapa.Stjórnvöld bregðist viðSkuldadrifið verðfall húsnæðis er þegar hafið í BNA. Vaxtahækkanir ollu því. Seðlabanki BNA hefur virkjað alla sína 12 undirbanka til stórfellds og fjölþætts átaks meðal allra þeirra sem veita íbúðalán í þessu 300 milljón manna landi, til að koma í veg fyrir eða lágmarka örþrif. Íslensk stjórnvöld ættu að bregðist við. Stofna vinnuhóp sérfróðra sem fari yfir ástandið og geri tillögur um viðbrögð. Átakið sem nú er hafið í BNA til að afstýra óhöppum er gott fordæmi.Ef harðnar í ári þarf Íbúðalánasjóður að vera til staðar fyrir fólkið í landinu. Hann getur gert fólki tilboð um yfirtöku íbúðalána banka, gangi þeir vopnum sínum framar í hækkunum. Eins munu lífeyrissjóðir vilja taka þátt, þeir eru til fyrir félagsmenn sína.Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og fjármálaráðgjafi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun