Sakaðir um vandræðagang í tengslum við strand Wilson Muuga 31. janúar 2007 14:23 MYND/Valgarður Umhverfisráðherra og samgönguráðherra voru sakaðir um vandræðagang í tengslum við strand Wilson Muuga í Hvalnesfjöru í desember og spurðir hvernig og hvenær ætti að fjarlægja flak skipsins. Samgönguráðherra sagði hins vegar að lögin væru skýr um ábyrgð skipseigenda og ekki yrði gefinn neinn afsláttur á því. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vakti athygli á þeirri deilu sem upp er komin í tengslum við strandið þar sem eigendur skipsins og tryggingafélag þess hafa neitað að greiða meira en 75 milljónir króna fyrir hreinsun svæðisins og flutning skipsins. Sagði hann málið því ekki til lykta leitt og á meðan væri hætta á stórslysi í Hvalnesi. Taldi Björgvin að skýra þyrfti ábyrgði skipafyrirtækja og tryggingafélaga þeirra að þessu leyti í lögum. Spurði hann jafnframt hvernig leiða ætti málið til lykta og hvort ekki þyrfti að endurskoða siglingaleiðir við Ísland til þess að koma í veg fyrir stórslys við Íslandsstrendur. Færa þyrfti siglingaleiðir á þremur stöðum fjær landi, við Reykjanes, Reyðarfjörð og Hornstrandir. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði það skýrt í lögum um verndun hafst og stranda að eigendum bæri að fjarlægja skip af strandstað innan hálfs árs frá strandi. Þá hvíldi einnig siðferðileg og samfélagsleg skylda á skipafélögum að fjarlægja strönduð skip í þeirra eigu. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði eigendur og tryggingarfélög skipa ekki mega víkja sér undan ábyrgð og benti á að útgerð Vikartinds sem strandaði undan suðurströnd landsins árið 1997 hefði kostað aðgerðir þar. Það væri sameiginleg niðurstaða umhverfis- og samgönguráðuneytis að lög kvæðu skýrt á um ábyrgð eigenda skipa og að enginn afsláttur yrði gefinn þar á. Fjölmargir þingmenn úr stjórnarandstöðu tóku til máls í umræðuni og gagnrýndu sumir þeirra að nefnd sem fara átti yfir siglingaleiðir við Ísland og hugsanlegar breytingar á þeim, sem skipuð hefði verið fyrir átta árum, hefði ekki skilað neinni niðurstöðu. Þá spurði Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hversu lengi ætti að þræta við eigendur Wilson Muuga um að flytja skipið af strandstað. Málaferli gætu tekið mánuði eða ár og því spurði hann hvort stjórnvöld myndu fylgja lögunum eftir og fjarlægja skipið og í kjölfarið deila um það fyrir dómstólum hver ætti að borga fyrir flutninginn. Sturla Böðvarsson sakaði stjórnarandstöðuna um að tala glannalega um málið og ítrekaði að enginn afsláttur yrði gefinn á lögum. Sagði hann bæði umhverfis- og samgönguráðuneytið fara yfir málin en benti jafnframt á að skipafélög hefðu reynt að fría sig ábyrgð í strandmálum með því að skrá skip í öðrum löndum. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Umhverfisráðherra og samgönguráðherra voru sakaðir um vandræðagang í tengslum við strand Wilson Muuga í Hvalnesfjöru í desember og spurðir hvernig og hvenær ætti að fjarlægja flak skipsins. Samgönguráðherra sagði hins vegar að lögin væru skýr um ábyrgð skipseigenda og ekki yrði gefinn neinn afsláttur á því. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vakti athygli á þeirri deilu sem upp er komin í tengslum við strandið þar sem eigendur skipsins og tryggingafélag þess hafa neitað að greiða meira en 75 milljónir króna fyrir hreinsun svæðisins og flutning skipsins. Sagði hann málið því ekki til lykta leitt og á meðan væri hætta á stórslysi í Hvalnesi. Taldi Björgvin að skýra þyrfti ábyrgði skipafyrirtækja og tryggingafélaga þeirra að þessu leyti í lögum. Spurði hann jafnframt hvernig leiða ætti málið til lykta og hvort ekki þyrfti að endurskoða siglingaleiðir við Ísland til þess að koma í veg fyrir stórslys við Íslandsstrendur. Færa þyrfti siglingaleiðir á þremur stöðum fjær landi, við Reykjanes, Reyðarfjörð og Hornstrandir. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði það skýrt í lögum um verndun hafst og stranda að eigendum bæri að fjarlægja skip af strandstað innan hálfs árs frá strandi. Þá hvíldi einnig siðferðileg og samfélagsleg skylda á skipafélögum að fjarlægja strönduð skip í þeirra eigu. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði eigendur og tryggingarfélög skipa ekki mega víkja sér undan ábyrgð og benti á að útgerð Vikartinds sem strandaði undan suðurströnd landsins árið 1997 hefði kostað aðgerðir þar. Það væri sameiginleg niðurstaða umhverfis- og samgönguráðuneytis að lög kvæðu skýrt á um ábyrgð eigenda skipa og að enginn afsláttur yrði gefinn þar á. Fjölmargir þingmenn úr stjórnarandstöðu tóku til máls í umræðuni og gagnrýndu sumir þeirra að nefnd sem fara átti yfir siglingaleiðir við Ísland og hugsanlegar breytingar á þeim, sem skipuð hefði verið fyrir átta árum, hefði ekki skilað neinni niðurstöðu. Þá spurði Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hversu lengi ætti að þræta við eigendur Wilson Muuga um að flytja skipið af strandstað. Málaferli gætu tekið mánuði eða ár og því spurði hann hvort stjórnvöld myndu fylgja lögunum eftir og fjarlægja skipið og í kjölfarið deila um það fyrir dómstólum hver ætti að borga fyrir flutninginn. Sturla Böðvarsson sakaði stjórnarandstöðuna um að tala glannalega um málið og ítrekaði að enginn afsláttur yrði gefinn á lögum. Sagði hann bæði umhverfis- og samgönguráðuneytið fara yfir málin en benti jafnframt á að skipafélög hefðu reynt að fría sig ábyrgð í strandmálum með því að skrá skip í öðrum löndum.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira