Lífið

París höfðar mál

París Hilton
París Hilton

París Hilton hefur höfðað mál til þess að að fá lokað vefsíðu þar sem ýmsir persónulegir munir hennar eru boðnir til sölu. Á síðunni er því haldið fram að hlutirnir hafi verið seldir þegar hún stóð ekki í skilum með geymslugjald í vöruhúsi. Það kostar fjörutíu dollara, bara að fá að skoða það sem í boði er af munum stúlkunnar.

París Hilton segir að flutningafyrirtæki hafi átt að sjá um að greiða geymslugjaldið. Í málshöfðun hennar segir að tvær konur hafi keypt munina af vöruhúsina fyrir rúma 2000 dollara og svo selt það eiganda vefsíðunnar fyrir tíu milljónir dollara. Sú óvandaða manneskja sé svo að bjóða munina til sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.