Gleymd neyð í Úganda 4. maí 2007 06:00 Í 20 ár hafa íbúar í Norður-Úganda verið fórnarlömb einna grimmustu uppreisnarmanna heims. Sú mannvonska sem býr í „The Lord’s Resistance Army, LRA“ er sjaldséð og hefur haft í för með sér að nær 2 milljónir manna hafa flúið heimili sín. Að breyta barni í drápsvélfrá úganda „Allt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum 20 árum eftir að uppreisn LRA hófst,“ segir í greininni.Á þeim tíma sem þessi uppreisn hefur staðið yfir er reiknað með að meira en 20.000 börnum hafi verið rænt frá foreldrum sínum og þau neydd til að gerast barnahermenn í LRA. Hryllingur glæpanna sem börnin hafa verið neydd til að fremja er ólýsanlegur. Til þess að brjóta þau niður hafa þau jafnvel verið neydd til að myrða sína foreldra eða systkini – eða velja að vera drepin sjálf. Þau eru notuð sem þrælar í herbúðunum, kynferðislega misnotuð og þjálfuð í að verða drápsmaskínur. En sorglegra er að mottóið virðist vera „því yngri, því betra“.Árið 2002 ákvað úgandíska ríkisstjórnin að herða árásirnar á LRA með það að markmiði að útrýma uppreisnarmönnum. LRA hefndi sín með því að ræna á stuttum tíma um 10.000 börnum. Í kjölfarið fóru börn í þessum sveitum að ganga marga kílómetra á hverju kvöldi í öryggið inni í bæjum af ótta við að vera drepin eða numin á brott. Þar nutu þau verndar stjórnarhersins og gátu sofið óhult. Allt að 100.000 börn gerðu þetta á hverju einasta kvöldi í nær fimm ár.Einn Stykkishólmur á vikuAllt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum 20 árum eftir að uppreisnin hófst. Það eru um 1,8 milljónir manna. Flóttamenn dreifast á um 200 flóttamannabúðir þar sem hvorki er hægt að veita lágmarksaðstoð né tryggja öryggi.Í búðunum vantar nægilegan aðgang að hreinu vatni, matur er af skornum skammti, aðgangur að menntun er í lágmarki, heilsufar lélegt með tíðum farsóttum og fullorðnir og börn líða vegna sálrænna áfalla. Það er áætlað að á hverri viku deyi um 1.000 manns vegna ofbeldis eða sjúkdóma sem geisa í búðunum. Það er einn Stykkishólmur á viku.Ísland hjálparUtanríkisráðherra hefur ákveðið að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar með 100.000 dollara framlagi til þess að veita neyðaraðstoð í Norður-Úganda. Hjálparstarfið vinnur á svæðinu með ACT / Alþjóðaneyðarhjálp kirkna og ætlun ACT er að veita flóttafólki í fimm héruðum á svæðinu neyðaraðstoð, en þar er þörfin gríðarleg. Tryggja á fólki í flóttamannabúðum skjól, bæta fæðuöryggi, sinna grunn heilsugæslu, útvega aðgang að vatni og auka þar með hreinlæti og veita áfallahjálp. ACT hefur veitt neyðaraðstoð í Norður-Úganda síðan 1979 og býr því yfir mikilli þekkingu á vandanum og hefur mikla reynslu af aðstæðum á svæðinu.Í ágúst 2006 var samið um vopnahlé milli LRA og ríkisstjórnar Úganda sem hefur vakið vonir um frið innan tíðar. Þó ríkir mikið óöryggi um niðurstöðu viðræðna og ljóst að flóttamenn muni ekki snúa heim til sín á þessu ári. Hjálparstarf kirkjunnar leggur mikla áherslu á að neyð manna gleymist aldrei hversu lengi sem hún varir. Við þurfum að vera til staðar eins lengi og einhver þarf á okkur að halda. Hjálparstarfið sendir innilega þakkarkveðju til utanríkisráðherra fyrir að gera okkur kleift að gleyma ekki.Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í 20 ár hafa íbúar í Norður-Úganda verið fórnarlömb einna grimmustu uppreisnarmanna heims. Sú mannvonska sem býr í „The Lord’s Resistance Army, LRA“ er sjaldséð og hefur haft í för með sér að nær 2 milljónir manna hafa flúið heimili sín. Að breyta barni í drápsvélfrá úganda „Allt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum 20 árum eftir að uppreisn LRA hófst,“ segir í greininni.Á þeim tíma sem þessi uppreisn hefur staðið yfir er reiknað með að meira en 20.000 börnum hafi verið rænt frá foreldrum sínum og þau neydd til að gerast barnahermenn í LRA. Hryllingur glæpanna sem börnin hafa verið neydd til að fremja er ólýsanlegur. Til þess að brjóta þau niður hafa þau jafnvel verið neydd til að myrða sína foreldra eða systkini – eða velja að vera drepin sjálf. Þau eru notuð sem þrælar í herbúðunum, kynferðislega misnotuð og þjálfuð í að verða drápsmaskínur. En sorglegra er að mottóið virðist vera „því yngri, því betra“.Árið 2002 ákvað úgandíska ríkisstjórnin að herða árásirnar á LRA með það að markmiði að útrýma uppreisnarmönnum. LRA hefndi sín með því að ræna á stuttum tíma um 10.000 börnum. Í kjölfarið fóru börn í þessum sveitum að ganga marga kílómetra á hverju kvöldi í öryggið inni í bæjum af ótta við að vera drepin eða numin á brott. Þar nutu þau verndar stjórnarhersins og gátu sofið óhult. Allt að 100.000 börn gerðu þetta á hverju einasta kvöldi í nær fimm ár.Einn Stykkishólmur á vikuAllt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum 20 árum eftir að uppreisnin hófst. Það eru um 1,8 milljónir manna. Flóttamenn dreifast á um 200 flóttamannabúðir þar sem hvorki er hægt að veita lágmarksaðstoð né tryggja öryggi.Í búðunum vantar nægilegan aðgang að hreinu vatni, matur er af skornum skammti, aðgangur að menntun er í lágmarki, heilsufar lélegt með tíðum farsóttum og fullorðnir og börn líða vegna sálrænna áfalla. Það er áætlað að á hverri viku deyi um 1.000 manns vegna ofbeldis eða sjúkdóma sem geisa í búðunum. Það er einn Stykkishólmur á viku.Ísland hjálparUtanríkisráðherra hefur ákveðið að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar með 100.000 dollara framlagi til þess að veita neyðaraðstoð í Norður-Úganda. Hjálparstarfið vinnur á svæðinu með ACT / Alþjóðaneyðarhjálp kirkna og ætlun ACT er að veita flóttafólki í fimm héruðum á svæðinu neyðaraðstoð, en þar er þörfin gríðarleg. Tryggja á fólki í flóttamannabúðum skjól, bæta fæðuöryggi, sinna grunn heilsugæslu, útvega aðgang að vatni og auka þar með hreinlæti og veita áfallahjálp. ACT hefur veitt neyðaraðstoð í Norður-Úganda síðan 1979 og býr því yfir mikilli þekkingu á vandanum og hefur mikla reynslu af aðstæðum á svæðinu.Í ágúst 2006 var samið um vopnahlé milli LRA og ríkisstjórnar Úganda sem hefur vakið vonir um frið innan tíðar. Þó ríkir mikið óöryggi um niðurstöðu viðræðna og ljóst að flóttamenn muni ekki snúa heim til sín á þessu ári. Hjálparstarf kirkjunnar leggur mikla áherslu á að neyð manna gleymist aldrei hversu lengi sem hún varir. Við þurfum að vera til staðar eins lengi og einhver þarf á okkur að halda. Hjálparstarfið sendir innilega þakkarkveðju til utanríkisráðherra fyrir að gera okkur kleift að gleyma ekki.Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar