Gleymd neyð í Úganda 4. maí 2007 06:00 Í 20 ár hafa íbúar í Norður-Úganda verið fórnarlömb einna grimmustu uppreisnarmanna heims. Sú mannvonska sem býr í „The Lord’s Resistance Army, LRA“ er sjaldséð og hefur haft í för með sér að nær 2 milljónir manna hafa flúið heimili sín. Að breyta barni í drápsvélfrá úganda „Allt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum 20 árum eftir að uppreisn LRA hófst,“ segir í greininni.Á þeim tíma sem þessi uppreisn hefur staðið yfir er reiknað með að meira en 20.000 börnum hafi verið rænt frá foreldrum sínum og þau neydd til að gerast barnahermenn í LRA. Hryllingur glæpanna sem börnin hafa verið neydd til að fremja er ólýsanlegur. Til þess að brjóta þau niður hafa þau jafnvel verið neydd til að myrða sína foreldra eða systkini – eða velja að vera drepin sjálf. Þau eru notuð sem þrælar í herbúðunum, kynferðislega misnotuð og þjálfuð í að verða drápsmaskínur. En sorglegra er að mottóið virðist vera „því yngri, því betra“.Árið 2002 ákvað úgandíska ríkisstjórnin að herða árásirnar á LRA með það að markmiði að útrýma uppreisnarmönnum. LRA hefndi sín með því að ræna á stuttum tíma um 10.000 börnum. Í kjölfarið fóru börn í þessum sveitum að ganga marga kílómetra á hverju kvöldi í öryggið inni í bæjum af ótta við að vera drepin eða numin á brott. Þar nutu þau verndar stjórnarhersins og gátu sofið óhult. Allt að 100.000 börn gerðu þetta á hverju einasta kvöldi í nær fimm ár.Einn Stykkishólmur á vikuAllt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum 20 árum eftir að uppreisnin hófst. Það eru um 1,8 milljónir manna. Flóttamenn dreifast á um 200 flóttamannabúðir þar sem hvorki er hægt að veita lágmarksaðstoð né tryggja öryggi.Í búðunum vantar nægilegan aðgang að hreinu vatni, matur er af skornum skammti, aðgangur að menntun er í lágmarki, heilsufar lélegt með tíðum farsóttum og fullorðnir og börn líða vegna sálrænna áfalla. Það er áætlað að á hverri viku deyi um 1.000 manns vegna ofbeldis eða sjúkdóma sem geisa í búðunum. Það er einn Stykkishólmur á viku.Ísland hjálparUtanríkisráðherra hefur ákveðið að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar með 100.000 dollara framlagi til þess að veita neyðaraðstoð í Norður-Úganda. Hjálparstarfið vinnur á svæðinu með ACT / Alþjóðaneyðarhjálp kirkna og ætlun ACT er að veita flóttafólki í fimm héruðum á svæðinu neyðaraðstoð, en þar er þörfin gríðarleg. Tryggja á fólki í flóttamannabúðum skjól, bæta fæðuöryggi, sinna grunn heilsugæslu, útvega aðgang að vatni og auka þar með hreinlæti og veita áfallahjálp. ACT hefur veitt neyðaraðstoð í Norður-Úganda síðan 1979 og býr því yfir mikilli þekkingu á vandanum og hefur mikla reynslu af aðstæðum á svæðinu.Í ágúst 2006 var samið um vopnahlé milli LRA og ríkisstjórnar Úganda sem hefur vakið vonir um frið innan tíðar. Þó ríkir mikið óöryggi um niðurstöðu viðræðna og ljóst að flóttamenn muni ekki snúa heim til sín á þessu ári. Hjálparstarf kirkjunnar leggur mikla áherslu á að neyð manna gleymist aldrei hversu lengi sem hún varir. Við þurfum að vera til staðar eins lengi og einhver þarf á okkur að halda. Hjálparstarfið sendir innilega þakkarkveðju til utanríkisráðherra fyrir að gera okkur kleift að gleyma ekki.Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í 20 ár hafa íbúar í Norður-Úganda verið fórnarlömb einna grimmustu uppreisnarmanna heims. Sú mannvonska sem býr í „The Lord’s Resistance Army, LRA“ er sjaldséð og hefur haft í för með sér að nær 2 milljónir manna hafa flúið heimili sín. Að breyta barni í drápsvélfrá úganda „Allt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum 20 árum eftir að uppreisn LRA hófst,“ segir í greininni.Á þeim tíma sem þessi uppreisn hefur staðið yfir er reiknað með að meira en 20.000 börnum hafi verið rænt frá foreldrum sínum og þau neydd til að gerast barnahermenn í LRA. Hryllingur glæpanna sem börnin hafa verið neydd til að fremja er ólýsanlegur. Til þess að brjóta þau niður hafa þau jafnvel verið neydd til að myrða sína foreldra eða systkini – eða velja að vera drepin sjálf. Þau eru notuð sem þrælar í herbúðunum, kynferðislega misnotuð og þjálfuð í að verða drápsmaskínur. En sorglegra er að mottóið virðist vera „því yngri, því betra“.Árið 2002 ákvað úgandíska ríkisstjórnin að herða árásirnar á LRA með það að markmiði að útrýma uppreisnarmönnum. LRA hefndi sín með því að ræna á stuttum tíma um 10.000 börnum. Í kjölfarið fóru börn í þessum sveitum að ganga marga kílómetra á hverju kvöldi í öryggið inni í bæjum af ótta við að vera drepin eða numin á brott. Þar nutu þau verndar stjórnarhersins og gátu sofið óhult. Allt að 100.000 börn gerðu þetta á hverju einasta kvöldi í nær fimm ár.Einn Stykkishólmur á vikuAllt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum 20 árum eftir að uppreisnin hófst. Það eru um 1,8 milljónir manna. Flóttamenn dreifast á um 200 flóttamannabúðir þar sem hvorki er hægt að veita lágmarksaðstoð né tryggja öryggi.Í búðunum vantar nægilegan aðgang að hreinu vatni, matur er af skornum skammti, aðgangur að menntun er í lágmarki, heilsufar lélegt með tíðum farsóttum og fullorðnir og börn líða vegna sálrænna áfalla. Það er áætlað að á hverri viku deyi um 1.000 manns vegna ofbeldis eða sjúkdóma sem geisa í búðunum. Það er einn Stykkishólmur á viku.Ísland hjálparUtanríkisráðherra hefur ákveðið að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar með 100.000 dollara framlagi til þess að veita neyðaraðstoð í Norður-Úganda. Hjálparstarfið vinnur á svæðinu með ACT / Alþjóðaneyðarhjálp kirkna og ætlun ACT er að veita flóttafólki í fimm héruðum á svæðinu neyðaraðstoð, en þar er þörfin gríðarleg. Tryggja á fólki í flóttamannabúðum skjól, bæta fæðuöryggi, sinna grunn heilsugæslu, útvega aðgang að vatni og auka þar með hreinlæti og veita áfallahjálp. ACT hefur veitt neyðaraðstoð í Norður-Úganda síðan 1979 og býr því yfir mikilli þekkingu á vandanum og hefur mikla reynslu af aðstæðum á svæðinu.Í ágúst 2006 var samið um vopnahlé milli LRA og ríkisstjórnar Úganda sem hefur vakið vonir um frið innan tíðar. Þó ríkir mikið óöryggi um niðurstöðu viðræðna og ljóst að flóttamenn muni ekki snúa heim til sín á þessu ári. Hjálparstarf kirkjunnar leggur mikla áherslu á að neyð manna gleymist aldrei hversu lengi sem hún varir. Við þurfum að vera til staðar eins lengi og einhver þarf á okkur að halda. Hjálparstarfið sendir innilega þakkarkveðju til utanríkisráðherra fyrir að gera okkur kleift að gleyma ekki.Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun