Innlent

Tvöhundruð bílastæðaskífur komnar í umferð

Um 800 visthæfar birfreiðar eru nú í umferð í Reykjavík.
Um 800 visthæfar birfreiðar eru nú í umferð í Reykjavík.

Fyrsta sendingin af svokölluðum bílastæðaskífum sem ökumenn á visthæfum bifreiðum í Reykjavík geta notað til að leggja frítt í stæði, er búin. „Tvö hundruð skífur voru gerðar og þeim dreift á bílaumboðin, " segir Pálmi F. Randversson hjá Umhverfissviði borgarinnar. Hann segir að nú muni hvert bílaumboð fyrir sig láta gera nýjar skífur. Um 800 visthæfar bifreiðar eru á götum borgarinnar, enn sem komið er.

Bílastæðaskífurnar voru kynntar 2. ágúst síðastliðinn í samstarfi við Bílgreinasambandið. Þær veita ökumönnum heimild til að leggja í stöðumælastæði í 90 mínútur í senn án endurgjalds. Visthæfar bifreiðar standast strangar kröfur um útstreymi koltvísýrings og eldsneytisnotkun.

„Ég er mjög ánægður með móttökur skífunnar," segir Pálmi. „Reykvíkingar eru greinilega ánægðir með framtakið sem hefur vonandi áhrif á samsetningu bílaflota borgarinnar. Við settum þetta verkefni af stað sem eitt af Grænu skrefunum í Reykjavík og eftirfylgnin er í höndum umboðanna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×