Lífið

Tónleikum Zeppelin frestað vegna puttabrots

Page mundar gítarinn á tónleikum árið 1983.
Page mundar gítarinn á tónleikum árið 1983. MYND/Getty
Endurkomu Led Seppelin, sem átti að eiga sér stað í lok nóvember, hefur verið frestað vegna puttabrots. Og ekki bara einhvers puttabrots. Jimmy Page, gítarleikari sveitarinnar braut puttann á sér um síðustu helgi og getur að læknisráði ekki spilað á gítar næstu þrjár vikur.

Í yfirlýsingu frá sveitinni segir að með góðri hvíld og meðferð geti Page byrjað að æfa aftur 23. nóvember. Tónleikarnir, sem eru í minningu Ahmet Ertegun, stofnanda Atlantic plötufyrirtækisins, áttu upprunalega að vera 26. nóvember, en hefur verið frestað til 10. desember.

Page sagði við BBC að Led Zeppelin gerði miklar kröfur til spilamennsku sinnar. Með því að fresta tónleikunum og fá því nægan tíma til að æfa gætu þeir spilað jafnvel og þeir og áhorfendur ætlast til af þeim.

Page, söngvarinn Robert Plant og bassaleikarinn John Paul Jones hafa ekki spilað saman síðan árið 1998. Endurkomunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Fleiri en milljón áhorfendur tóku þátt í lotteríi til að fá að kaupa einn af þeim 20 þúsund miðum sem voru í boði. Þeir kostuðu rúmlega fimmtán þúsund krónur og rennur ágóðinn af þeim til að styrkja börn til mennta í nafni Ertoguns.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.